23.5.2021 | 15:51
Sofa vart rótt
af ótta við innbrot í skjalasafn sitt og pósta. Samherjamenn verða nú að skoða önnur samskipti fyrir uppskriftir af gjörningunum sem þeir stunda. Enginn er óhultur á tækniöld og alltaf finnst þeim færara fólk sem getur brotist inn og skoðað sóðaskapinn sem er í gangi.
Hér má lesa að Samherjamönnum hugnast ekki að Njáll leiði í næstu kosningum.
Samherjamenn eiga að vera á tánum. Þeir hafa tapað trausti margra í samfélaginu, ekki að ósekju.
Athugasemdir
Heldur þú að forusta Eflingar, ASÍ, LÍÚ, BSRB, Icelandair, Haga, Norðuráls o.s.frv. hafi ekki pólitískar skoðanir og viti hvaða frambjóðendur séu þeim hagstæðastir? Er það þín trú að fyrirtækin í landinu veiti stjórnmálaflokkunum og frambjóðendum jafnan fjárhagslegan stuðning og aðgengi að starfsmönnum með vinnustaðakynningar fyrir kosningar? Ert þú svo barnaleg að halda að bæði fyrirtæki, hagsmuna og stéttarfélög hafi ekki stundað það í áratugi að reyna að hafa áhrif á framboðslista, framboð og stefnur flokka? Það hefur hingað til ekki þótt ámælisvert að verja sína hagsmuni, þá væru stéttarfélögin í djúpum skít.
Vagn (IP-tala skráð) 23.5.2021 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.