11.5.2021 | 22:34
Vandamálið liggur í karlasamfélaginu og þorsta karla í völd!
Kynjastríð: Kynjastríð (Könskriget) - YouTube
Skelfilegt þegar svona boðskapur, eins og fram kemur í sænsku myndinni Kynjastríð frá 2005, nær fótfestu í samfélagi. Trúið því eður ei, sami söngur heyrist hjá forsvarsmönnum Kvennaathvarfsins og Stígamóta, mörgum kynjafræðingum og stjórnmálamönnum, þ.á,m. Vg.
,,Í myndinni er sjónum beint að Ireen von Wachenfeldt, formanni sænsku kvennaathvarfahreyfingarinnar ROKS, Evu Lundgren, Prófessor í félags- og kynjafræði við Háskólann í Uppsölum og Margaret Winberg, fyrrum ráðherra jafnréttismála í ríkisstjórn Göran Person frá 1998 til 2003. Þá er sýnt hvernig hugmyndafræði ROKS hefur verið skotið rótum í sænsku stjórnkerfi og hvernig ríkisstjórnin hefur tekið hugmyndafræði þeirra upp á arma sína og unnið út frá sem sannleik. Ef ykkur líkar myndin, hví ekki að senda áskorun á RÚV um að sýna hana? (Forréttindafemínismi.com)
Í myndinni kemur fram:
Konum er treystandi, ekki körlum. Nánast eins og líffræðileg staðreynd.
Og í hvert sinn sem þeir hafa ekki fullt vald, beita þeir ofbeldi. Þeir trúa að valdið sé þeirra og að það sé sjálfgefið.
Undanfarin 20 ár hafa sænsk kvennasamtök og athvörf boðað að ekkert megi trufla þá sýn að karlar noti ofbeldi til að halda völdum. Held að þær kyrji sama sönginn enn þann dag í dag um allan heim.
Vandamálið liggur í karlasamfélaginu og þorsta karla í völd.
Í samstarfi við Evu Lundgren hafa kvennasamtök þróað greiningu sem byggir á hugmyndinni að konur séu, stig af stigi, gerðar viljalausar af körlum.
Eva Lundgren segir að kona sé heilaþvegin af karlmanni. Að kona telji ofbeldi ekki ofbeldi heldur tjáning um ást. Aðrir fræðimenn hafa hafnað þessar kenningu Evu og segjast aldrei hafa kynnst konu sem hugsar þannig og sætta sig ekki við aðstæður. Kvennaathvörfin nota kenningu Evu í öllu sínu starfi.
Í Noregi leggja menn áherslu á að veita ofbeldismönnum meðferð sem tekur 1-2 ár. Í Svíþjóð finnst vart slík aðstoð og þá eru þau einkarekin athvörf ekki opinber. Norðmenn telja mikilvægt að sporna við ofbeldi gagnvart konum. Samtímis vita þeir að hægt er að hjálpa körlum sem beita ofbeldi. Sérfræðingar telja að hægt sé að hjálpa um 70% þeirra sem beita ofbeldi. Sömu tölur frá öðrum ríkjum sem nota þetta úrræði. (Hafa íslensk stjórnvöld lagt áherslu á þennan þátt?). Mikilvægt að ná til þeirra með réttum úrræðum og tíma sagði ráðherra í norsku ríkisstjórninni. Sænsku kvennasamtökin segja að slík úrræði séu á kostnað kvenna og því eru þau andvíg slíkri aðstoð og hafa áhyggjur af þróun mála í Noregi. Samtökin fengu liðsstyrk á þingið. Skelfileg þróun. Jafnréttisráðherrann 1998 talaði á sömu nótum og kvennaathvörfin.
Árið 2000 stofnaði ráðherrann, Margaret Winberg, nefnd sem átti að skoða vandann og innan nefndarinnar var einn sem talaði fyrir meðferð fyrir karlmenn sem beittu ofbeldi. Ráðherrann og kvennasamtökin sem áttu sæti í nefndinni komu í veg fyrir að orð hans heyrðust og taldi ráðherra nauðsynlegt að Heilbrigðis- og velferðarstofnun ríkisins liti á ofbeldið sem valdaójafnvægi milli kvenna og karla. Norska leiðin virðist eflast innan Evrópu og líta á ofbeldið frá fleiri sjónarhornum, m.a. með meðferðarúrræði.
Rétt eins og hér á landi halda kvennasamtök í Svíþjóð ýmsu á loft um ofbeldi kvenna sem eiga ekki við rök að styðjast. Rannsóknir sýna allt annað en kvennasamtökin bera á torg. Viðhorf kvennasamtakanna er að allir menn geta slegið konu og öll ofbeldissambönd geta leitt til dauða konunnar.
Rannsókn á ofbeldismönnum sýna að þeir eiga við geðrænan vanda að stríða, eru alkahólistar, atvinnulausir og í mörgum tilfellum eru samverkandi þættir. Stangast á við orð kvennasamtakanna um að allir venjulegir menn geta barið konu.
Eva Lundgren telur vanda karla sem beita ofbeldi ekki meira en gengur og gerist meðal karla. Hún hefur verið ráðandi í umræðunni og fáir sem fara gegn henni.
Áætlun kvennasamtakanna var að Háskólar ættu að kynna stúdentum þá hugmynd að ofbeldi karla gagnvart konum væri afleiðing af kynjakerfinu. Krafan náði ekki fram að ganga vegna frjálsræðis í fræðasamfélaginu en jafnréttisráðherrann lagðist á sveif með kvennasamtökunum.
Skelfilegt að sjá hvað jafnréttisráðherrann og kvennasamtökin eru samofin. Þessu frjálsu samtök hafa ítök í ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Konur sem hafa nýtt kvennaathvörf í Svíþjóð skilja ekki af hverju forsvarsmenn þeirra séu á móti meðferð fyrir ofbeldismenn. Kvennasamtökin telja karlmenn skepnur. Formaður samtakanna spyr fréttamanninn, sem er kona, hvort henni finnist það ekki. Hún svaraði ekki enda ekki svaraverð fyrirspurn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.