13.3.2021 | 20:34
Framboðsræðurnar og pistlarnir
Nú opnar maður ekki blað eða vefsíðu öðru vísi en stjórnmálamenn reyna að koma sínum málefnum á framfæri. Allir lofa gulli og grænum skógum. Stjórnarandstöðuflokkar og þeirra lið baunar á stjórnarflokkana og benda á hve rangt þeir hafa tekið á málum. Gera það án þess að upplýsa kjósendur hvað þeir hefðu gert og til hvers. Stjórnarliðar hampa verkum sínum og benda á erfiða stöðu undanfarið ár og því leyfist þeim ýmislegt.
Leiðinlegur tími framundan þar sem ekkert stjórnmálaafl kemur með lausnir við þeim vanda sem þeir gagnrýna. Segja bara að hinir gerðu rangt eða munu gera það!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.