28.2.2021 | 12:41
Á samfélagið að borga matinn?
Í grein sem birtist á mbl.is ,,Allt í einu er komin framvarðarsveit" segir á einum stað Hádegismaturinn ætti að vera frír því hann er stundum eini maturinn sem börn eru að fá, svo þetta jafnrétti og aðstöðumunur, mér finnst ekki nógu mikið gert í því.
Ég er á móti því að samfélagið greiði hádegismat ofan í börn forstjóra, kennara, hjúkrunarfræðinga, lækna, deildarstjóra, banakstarfsmanna, prófessora, viðskiptafræðinga o.fl. sem þéna vel og geta borgað matinn ofan í börn sín. Hins vegar er sjálfsagt að skólinn sigti þau börn út sem þurfa á aðstoð að halda og borga matinn ofan í þau.
Samfélagið á ekki að taka fæðisskyldu af öllum foreldrum. Samfélagið á ekki að greiða fyrir það sem fólk getur sjálft greitt fyrir. Samfélagið á hins vegar að aðstoða þá sem hafa ekki tekjur til að sinna þessari þörf barna sinna- að borða.
Hér má lesa greinina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.