7.2.2021 | 20:31
Hverju á að sleppa í grunnskólanum?
Vaskur hópur 10. bekkinga mættu í sjónvarpið til að segja þjóðinni að kennsla og nám í grunnskólanum sé úrelt. Vissulega má taka undir hluta orða þeirra. Þau lögðu fram hugmyndir um hvað mætti kenna. Misjafnt í grunnskólum landsins hvað af þessu er kennt sem þau nefndu. Hjó eftir að unglingarnir töluðu ekki um hverju ætti að sleppa, hvaða greinum á að sleppa eða fækka tímum í. Margir sem tala um að grunnskólinn eigi að taka þetta og hitt inn upplýsa aldrei um hvaða tímum eigi að fórna fyrir nýja námefnið. Kannski kemur það hjá þessum flottu unglingum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.