31.1.2021 | 15:08
Heimili eiga að vera heilög
Skiptir engu hvaða stjórnmálastefnum fólk aðhyllist við viljum ekki ofbeldi í garð stjórnmálamanna og hvað þá fjölskyldum þeirra. Skot í einkabíl borgastjóra er ákveðin viðvörun. Hjó eftir orðum Dags í Silfrinu að stjórnmálamenn hefðu því miður ekki látið að sér kveða þegar fólk fór heim til stjórnmálamanna til að lýsa óánægju sinni. Muni ég rétt var það Þorgerður Katrín og Sigríður sem lentu í því. Heimili á að vera griðastaður og við eigum að hafa þann þroska að láta þann stað vera, hversu ósammála sem maður er.
Erfiðar tilfinningar, óöryggi og álag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.