19.12.2020 | 10:11
Of fámennt, ganga á enn lengra
Að mínu mati á að gagna skrefi lengra og hafa ekkert sveitarfélag undir 5000 manns. Það vita allir sem það vilja vita að litlu sveitarfélögin hafa ekki getu til að reka sig nema með jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Margir íbúar litlu sveitarfélaganna flytjast þaðan þurfi þeir sérfræðiaðstoð á einhvern hátt, t.d. með fatlað barn. Stóru sveitarfélögin sitja uppi með kostnað af slíku á meðan minni sveitarfélög geta státað sig af góðum rekstri. Göngum lengra, hættum hreppapólitík. Landið er eitt svæði sem á að skiptast upp í stór en fá sveitafélög. Eyjarfjörður sem dæmi er ágæt stærð af sveitarfélagi. Yrði sterkari eining fyrir vikið.
Síðan eru öll þessi sambönd. Samband sveitarfélaga, samband minni sveitarfélaga o.s.frv. Allt kostar þetta.
Segir klofning yfirvofandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.