31.10.2020 | 18:30
Breytt skólastarf...sveigjanleiki!
Nú auglýsa sveitarfélögin skipulagsdag n.k. mánudag til að vinna að breyttu skipulagi. Með því þurfa margir kennarar að hliðra til stundatöflu, vera sveigjanlegir í starfi. Gott og vel. Stjórnendur Akureyrarbæjar hafa ekki ljáð kennurum eyra þegar þeir hafa óskað eftir sveigjanlegri viðveru. Þeir skella í lás. Nú ætla sömu aðilar að óska eftir sveigjanleika hjá kennurum líkt og þeir gerðu á síðasta skólaári þegar kórónuveiran lét á sér kræla.
Er ekki eðlilegt að sveigjanleikinn sé á báða bóga? Hefði haldið það!