Samninganefnd Félags grunnskólakennara vill starfsmat

Greinin birtist í Kjarnanum 21.10 2020

Kjara­við­ræður grunn­skóla­kenn­ara hafa staðið yfir í 16 mán­uði. Það sem hefur ein­kennt við­ræð­urnar er bið, eilíf bið. Þegar Félag grunn­skóla­kenn­ara (FG) stefndi sveit­ar­fé­lög­unum fyrir félags­dóm, vegna jafn­gild­ingar á próf­gráðum til launa, var gert hlé á við­ræð­un­um. Það stóð mjög lengi. Síðan átti að reyna sam­vinnu innan Kenn­ara­sam­bands­ins og freista þess að fá eina launa­töflu fyrir öll aðild­ar­fé­lög­in. Tók langan tíma og tókst ekki. Covid hefur haft sitt að segja og verður ekki tíundað hér.

Það sem hefur ein­kennt við­ræður FG er upp­lýs­inga­skortur til félags­manna. Við­ræðu­nefnd félags­ins hefur haldið spil­unum mjög þétt að sér og hinn almenni félags­maður lítið vitað hvað var í gangi. Almenn samn­ings­mark­mið hafa kenn­arar þó sé sem er ekk­ert annað en yfir­hug­tak eins og virð­ing og ábyrgð. Hvað felst í hverju hug­taki er ekki vit­að. Eitt samn­ings­mark­mið náð­ist, hækka grunn­launin (yf­ir­hug­tak), sam­kvæmt áður­gerðum samn­ingum í þjóð­fé­lag­inu.

Eftir fáa fundi hjá sátta­semj­ara tókst að gera samn­ing sem nú er í atkvæða­greiðslu. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn er í boði, allt í góðu með það. Grunn­skóla­kenn­arar geta ekki kraf­ist meira að sögn margra. Læt það liggja milli hluta. Alvar­legri þátt­ur­inn er að taka á upp starfs­mat. Þetta útspil kom eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggn­um. Kenn­arar höfðu ekki fengið kynn­ingu um að ósk þeirra væri að fara í starfs­mat né heldur hvað það felur í sér. Álit og vilji kenn­ara liggur ekki fyr­ir. Útspil sem er óásætt­an­legt fyrir stétt­ina. 

Í kjara­samn­ingnum stendur skýrt og skor­in­ort ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. des­em­ber 2021 þegar starfs­mat tekur gild­i.“ Hér er ekki um bókun að ræða eða val. Það á ekki að kjósa um hvort starfs­mat fari inn í næsta kjara­samn­ing eður ei. Ákvæðið tekur gildi 31. des­em­ber 2021 þegar kjara­samn­ing­ur­inn fellur úr gildi, verði hann sam­þykkt­ur. Þá er oft seint í rass grip­ið.

 

Um starfs­mat má lesa á síð­unni Starfs­mat.­is. For­ystu­sauðir FG hafa hvatt félags­menn til að kynna sér mat­ið, lögðu ekki á sig vinnu við að gera það sjálf­ir. Á síð­unni Starfs­mat kemur hvergi fram að til­tekin sétt hafi val um taka mat­inu eða hafna, hafi verið sam­þykkt að taka það upp. Gildir heldur ekki um kenn­ar­ar. Fram­kvæmda­nefnd sem skipuð er full­trúum samn­ings­að­ila sér um fram­kvæmd­ina. Sé ein­stak­lingur ósáttur eða hópar má óska eftir end­ur­mati með rök­stuðn­ingi.

Starfs­mat hentar ekki grunn­skóla­kenn­ur­um. Stór hluti starfs­ins er hug­læg­ur, álags­vinna og vinna með börn. Hvernig á að meta margra klst. vinnu við aga­brot nem­enda sem hefur meira í för með sér en bara spjall við nem­end­ur. Ágrein­ing í bekk þar sem íhlutun kenn­ara er nauð­syn­leg. Huggun vegna sorgar nem­anda. Hlustun vegna áhyggna nem­enda af heim­il­is­að­stæðum o.s.frv. Ekk­ert af þessu er metið í starfs­mat­inu. Þeir þættir sem snúa m.a. að verk­stjórn und­ir­manna, verk­efna­út­hlutun (ekki til nem­enda) og pen­ingum eru fyr­ir­ferða­miklir í mat­inu. Allt hlut­lægt gefur flest stig í mat­in­u. 

Hvet grunn­skóla­kenn­ara til að fella nýgerðan samn­ing. Fá ákvæðið um starfs­mat út. Ákvæðið kemur inn að ósk við­ræðu­nefndar FG. Eftir það má hugs­an­lega sam­þykkja nýjan samn­ing. Allt um starfs­mat á vera bókun sem bindur ekki næsta kjara­samn­ing.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband