Samningur grunnskólakennara

Stjórnendur Akureyrarbær boða niðurskurð. Þeir hafa nú þegar notað hnífinn innan skólakerfisins. Sérkennslutímum hefur fækkað sem dæmi og afleysingar á að takmarka. Ekki eina sveitarfélagið.

Grunnskólakennara hafa lausan kjarasamning. Ljóst að fréttir undanfarna daga um samdrátt í sveitarfélögunum blæs ekki von í brjóst kennara. Fyrr í sumar var grunnskólakennurum boðinn lífskjarasamningurinn. Hafnað af samninganefnd félagsins. Gott eða slæmt? Sennilega fer það eftir hvað verður í boði.

Samninganefnd grunnskólakennara hafa boðað samning 1. október. Sameiginleg bókun samningsaðila þar um. Stenst það, spurning! Grunnskólakennarar eru langeygir eftir kjarasamningi. Væri ráð að semja til nokkurra ára og hafa frið á vinnumarkaðnum. Veitir ekki af meðan heimurinn nær sér út úr kórónuveirufaraldrinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband