Ólafur saklaus- engin afsökunarbeiðni

Held að allir fagni slíkum sýknudómi. Margt athugavert var að finna í dómi Héraðsdóms. Dómarinn sagði barnsmóður hans hafa brotið lög, húsbrot. Dómari taldi ekki ástæðu að dæma fyrir lögbrot. Ólafur og Kolbrún hafa mátt sæta miklu aðkasti af hálfu fjölmiðla og ekki síður hluta meðlima öfgasamtakanna ,,Líf án ofbeldis." Hef hvergi séð þessa aðila biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart þeim hjónum. Kannski tíðkast ekki að biðja fólk afsökunar sem var svipt æru og starfi sínu. 

Dv segir svo: ,,Ólafur Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Eimskipa, var í dag sýknaður fyrir Landsrétti af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni.

Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms í málinu frá því í desember 2018 þar sem Ólafur var sakfelldur fyrir ofbeldisbrot.

Ólafur var ennfremur sýknaður af kröfu stefnanda um miskabætur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband