Freyjunum ekki vorkunn

Freyjurnar hafa séð sóma sinn í að upplýsa landann, að hluta til, um launakjör þeirra. Allt bullið sem hingað til hefur komið fram rýrir málstað freyjanna. Birting launaseðils, markleysa. Freyjurnar eiga ekki mína samúð. Þær eru ekki á skítalaunum og ná vel upp í og yfir meðallaun í landinu, þvert á það sem þær hafa haldið fram.

Fyrir hlutastarf þéna freyjur og þjónar, sinni þeir 65 flugtímum, á bilinu 700 þúsund upp í og yfir milljón. Ekki slæmt fyrir starf sem þarf nánast enga menntun né kostnað við menntun. Almenni geirinn borgar vel, óhætt að segja það.

Stúdentsprófið er eins og gagnfræðapróf í gamla daga-  aðgangsmiði í áframhaldandi nám, engin starfsréttindi.

Hlunnindi, eins og flugferðir, ekki gefnar upp. Tekjur og kallast sporslur.

Styð Icelandair í þessu máli og hef löngum sagt, flugstéttir hafa misnotað verkfallsrétt sinn og þannig þvingað fyrirtækið til samninga, vegna sérstöðunnar. Flug til og frá landinu.

Freyjur hjá Icelandair eru í engu betri en aðrar freyjur víða um heim og verðskulda ekki hærri laun þess vegna. Hef flogið með útlenskum flugfélögum þar sem freyjurnar fá hærri frammistöðueinkunn en þær íslensku. Misjafnt er mannanna mat á þjónustu og þjónustulund freyjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband