Karlar deyja frekar úr Kórónaveirunni en konur

Kári sagði það og nú les ég það í dönskum fréttum. Karlmaður er líklegri til að deyja fái hann covid 19 en kona. Merkilegt. Verður fróðlegt að fylgjast með rannsóknum þegar að þeim kemur. Fram að þessu hafa tvöfalt fleiri karlmenn dáið en konur í Danmörku.

Í dönsku fréttinni er hugsanleg skýring sögð vera að karlmenn leita síður til lækna en konur, þekkt fyrirbæri, og séu þess vegna heilsuveilli. 

Síðan bregst ónæmiskerfið karla öðruvísi við en kvenna.

Ástæða til að karlmenn fari varlega verði þetta hlutskipti þeirra. Fleiri karlar hafa smitast en konur samkvæmt dönsku tölunum. 

 

Krækja á fréttina:https://www.dr.dk/nyheder/indland/maend-med-corona-doer-oftere-end-kvinder-her-er-bud-paa-en-forklaring


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband