22.3.2020 | 18:13
Loka á grunnskólanum í Vestmannaeyjum
A vísi er spjall við Páley, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. Þar kemur fram að smit sé komið á yngsta og elsta stig. Held að menn megi ekki draga lappirnar. Að færa starfsfólk á milli starfsstöðva er varhugaverður gjörningur.
Vestamannaeyjar er eins og smækkuð mynd Íslands, eyja út í hafi. Er ekki tímabært að loka þeim fyrir mannfólkinu. Flytja inn vörur. Setja Eyjamenn í útgöngubann og sjá hver hratt og vel það virkar- eða virkar ekki. Sennilega auðveldara um að tala en í að komast.
Sammála að halda eigi grunnskólum opnum þar sem slíkt er mögulegt. Skynsemin má þó ekki víkja fyrir viljanum að halda þeim opnum með öllum tiltækum ráðum þegar smit lætur á sér kræla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.