Verðskrá Aval- 60 þús á tímann!

Um samfélagsmiðlana gengur þessi mynd. Ekki að ósekju. Kostar 92 þús. krónur að fjarlægja eina mús. Klst. eða einingaverð 60 þúsund krónur. Límbakki sem fæst í búðum kosta 2 stk tæpar 400 kr. Keyrslan er rúmar 3000 kr. og ég spyr eftir hvaða km. gjaldi er keyrt? 

Vert að vara fólk við svona ræningjum því þetta er ekkert annað er rán. Fullorðin kona sem fær mús inn til sín hringir í fyrirtækið sem gefur sig út fyrir að koma meindýrum úr húsi. Dóttir konunnar Helga Helgadóttir tók mynd af reikningnum og setti á snjáldursíðuna.

Eins og Helga segir í færslu sinni ,,Meindýravarnir reykjavikurborgar =0 kr en ekki meindýravarnir reykjavíkur =92.295kr🤢 Símanúmerið 5811888 er hjá Lagnaviðgerðir Engihjalla 25."

Nokkuð ljóst að nafnaruglingur getur hæglega orðið þar sem nöfnin eru mjög lík. Ekki víst að fullorðið fólk átti sig á því. Hvort nafn með meindýravarnir og Reykjavík í nafninu.

Mynd frá Helga Helgadottir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband