30.1.2020 | 18:59
,,Foreldar vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara
Greinin birtist í Kjarnanum í dag.
Fyrir nokkrum dögum sögðu læknar frá að mannorð þeirra og starf væri oft í húfi þegar fólk fer á flug á samfélagsmiðlum, sér í lagi í lokuðum hópum, um einstaka lækna. Læknar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér frekar en grunnskólakennarar sem lenda í því sama. Á þessum stéttum hvílir rík þagnarskylda um það sem þeir kunna að verða varir við í störfum sínum og geta því ekki svarað fyrir sig. Hvað þá í lokuðum hópum þar sem þeir hafa ekki aðgang.
Oft myndast ormagryfjur í svona lokuðum hópum þar sem enginn tekur ábyrgð á orðum sínum. Allt látið flakka, jafnvel saknæm ummæli. Fáir foreldrar þora í slaginn við ósátta foreldra þó þeir viti betur. Svívirðingar þrífast. Oft er orðfæri í svona lokuðum hópi engum til sóma. Fyrirmyndir barnanna bregðast.
Þann 20. janúar birtist grein í Aftonbladet í Svíþjóð um skýrslu frá háskólanum í Malmö sem lýsir stöðunni. Hér á eftir kemur lausleg þýðing á grein blaðsins.
Ný skýrsla frá háskólanum í Malmö sýnir hvernig foreldrar taka kennara fyrir á snjáldursíðum (facebook) og hvaða áhrif það hefur á skólagöngu nemanda og þýðingu.
Samfélagsmiðlar geta haft áhrif á breytingar innan hvers skóla. Í snjáldursíðuhópum ræða foreldrar um skólann og kennara. Á stundum er kennari tekinn fyrir, umræðurnar grófar og geta jafnvel verið saknæmar. En hver ber ábyrgðina?
Í fréttatilkynningu segir Rebecka Cowen Forssell að foreldrar tilheyra ekki félagi eða samtökum og því hefur skólinn færri bjargráð til að stöðva eða dempa þetta.
Upplýsingafulltrúi kennara Åsa Fahlén segir fyrirbærið, að foreldrar reyni á einn eða annan hátt að hafa áhrif á skólastarfið, vel þekkt. Við gerðum rannsókn fyrir þremur árum sem sýnir að sjö af hverjum tíu kennurum upplifa að foreldrar reyni að hafa áhrif á kennsluna. Síðan þá hefur vandinn aukist.
Skólinn getur brugðist við með því að upplýsa foreldra um skyldur skólans- sem og styðja kennarana sína segir Åsa Fahlén. Í víðara samhengi þróast þetta eins og félagslegt fyrirbæri þar sem fólk tjáir sig á grófari hátt en áður og lítur á sig sem viðskiptavin sem getur gert kröfur segi hún.
Foreldrar hafa þróað kröfur sínar sem viðskipavinur
Niðurstöður skýrslunnar frá Malmö sýna að svívirðingarnar eru árásagjarnarnir og beinskeittari þegar gagnrýnisaðilinn vinnur ekki í sömu stofnun og sá/þeir sem hann fjallar um. Eins og Åsa Fahlén telur rannsakandinn Rebecka Cowen Forssell samband foreldra við skólann hafi breyst.
Við höfum farið inn í einhvers konar þjónustuform við viðskipavini og viðskiptakröfur. Ekki það, ekkert rangt við að gera kröfur. Farið er yfir strikið og það er vandamálið sem virkar neikvætt á vinnuumhverfi kennara segir Rebecka Cowen Forssell.
Með verkefninu Rafrænar svívirðingar og neteinelti- nýtt vinnuumhverfi í skólum reyna rannsakendur að auka skilningi á þeim vandamálum sem viðkoma svívirðingum og neteinelti gegn kennurum og skólastjórnendum.
Að hluta til tengist vandi skólans hér á landi þessu málefni, sem eykst frá ári til árs. Það er ekkert leyndarmál að stór hluti grunnskólakennara færu í annað starf væri það fyrir hendi. Skort á grunnskólakennurum má m.a. rekja til óhófslegs vinnuálags og breytt foreldrasamstarfs. Fleiri og fleiri kennara vilja segja sig frá umsjón. KÍ hefur auglýst eftir þeim grunnskólakennurum sem hafa menntun til að kenna en láta ekki sjá sig.
Á landsbyggðunum er stakkurinn þröngt sniðinn. Grunnskólakennarar hafa ekki sama val og kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu því þar eru atvinnutækifæri af skornum skammti fyrir háskólamenntað fólk.
Illt umtal um skóla og starfsmenn þeirra þarf að heyra sögunni til. Taka þarf á málaflokknum víðar en í Svíþjóð.
Heyrst hefur m.a. að skólastjórnendum sé hótað með að nemandi fari í annan skóla ef eitthvað sé ekki gert sem foreldri vill. Eins og það sé akkur stjórnenda að nemandi sé í skóla þar sem honum líkar illa vistin. Ætti að vera sjálfsagt mál að nemandi færi sig til.
Hverra er að taka á vandmáli sem blasir við? Þegar stórt er spurt er fátt um svör!
Höfundur er grunnskólakennari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.