,,Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“

Greinin birtist í Kjarnanum í dag.

 

Fyrir nokkrum dögum sögðu læknar frá að mann­orð þeirra og starf væri oft í húfi þegar fólk fer á flug á sam­fé­lags­miðl­um, sér í lagi í lok­uðum hóp­um, um ein­staka lækna. Læknar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér frekar en grunn­skóla­kenn­arar sem lenda í því sama. Á þessum stéttum hvílir rík þagn­ar­skylda um það sem þeir kunna að verða varir við í störfum sínum og geta því ekki svarað fyrir sig. Hvað þá í lok­uðum hópum þar sem þeir hafa ekki aðgang.

Oft mynd­ast orma­gryfjur í svona lok­uðum hópum þar sem eng­inn tekur ábyrgð á orðum sín­um. Allt látið flakka, jafn­vel sak­næm ummæli. Fáir for­eldrar þora í slag­inn við ósátta for­eldra þó þeir viti bet­ur. Sví­virð­ingar þríf­ast. Oft er orð­færi í svona lok­uðum hópi engum til sóma. Fyr­ir­myndir barn­anna bregð­ast. 

Þann 20. jan­úar birt­ist grein í Afton­bla­det í Sví­þjóð um skýrslu frá háskól­anum í Malmö sem lýsir stöð­unni. Hér á eftir kemur laus­leg þýð­ing á grein blaðs­ins.

Ný skýrsla frá háskól­anum í Malmö sýnir hvernig for­eldrar taka kenn­ara fyrir á snjáld­ur­síðum (face­book) – og hvaða áhrif það hefur á skóla­göngu nem­anda og þýð­ingu.

Sam­fé­lags­miðlar geta haft áhrif á breyt­ingar innan hvers skóla. Í snjáld­ur­síðu­hópum ræða for­eldrar um skól­ann og kenn­ara. Á stundum er kenn­ari tek­inn fyr­ir, umræð­urnar grófar og geta jafn­vel verið sak­næm­ar. En hver ber ábyrgð­ina?

Í frétta­til­kynn­ingu segir Rebecka Cowen Fors­sell að for­eldrar til­heyra ekki félagi eða sam­tökum og því hefur skól­inn færri bjarg­ráð til að stöðva eða dempa þetta.

Upp­lýs­inga­full­trúi kenn­ara Åsa Fahlén segir fyr­ir­bærið, að for­eldrar reyni á einn eða annan hátt að hafa áhrif á skóla­starf­ið, vel þekkt. Við gerðum rann­sókn fyrir þremur árum sem sýnir að sjö af hverjum tíu kenn­urum upp­lifa að for­eldrar reyni að hafa áhrif á kennsl­una. Síðan þá hefur vand­inn auk­ist.

Skól­inn getur brugð­ist við með því að upp­lýsa for­eldra um skyldur skól­ans- sem og styðja kenn­ar­ana sína segir Åsa Fahlén. Í víð­ara sam­hengi þró­ast þetta eins og félags­legt fyr­ir­bæri þar sem fólk tjáir sig á gróf­ari hátt en áður og lítur á sig sem við­skipta­vin sem getur gert kröfur segi hún.

„For­eldrar hafa þróað kröfur sínar sem við­skipa­vin­ur“

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar frá Malmö sýna að sví­virð­ing­arnar eru árása­gjarn­arnir og bein­sk­eitt­ari þegar gagn­rýn­is­að­il­inn vinnur ekki í sömu stofnun og sá/þeir sem hann fjallar um. Eins og Åsa Fahlén telur rann­sak­and­inn Rebecka Cowen Fors­sell sam­band for­eldra við skól­ann hafi breyst.

Við höfum farið inn í ein­hvers konar þjón­ustu­form við við­skipa­vini og við­skipta­kröf­ur. Ekki það, ekk­ert rangt við að gera kröf­ur. Farið er yfir strikið og það er vanda­málið sem virkar nei­kvætt á vinnu­um­hverfi kenn­ara segir Rebecka Cowen Fors­sell.

Með verk­efn­inu „Ra­f­rænar sví­virð­ingar og net­ein­elti- nýtt vinnu­um­hverfi í skól­um“ reyna rann­sak­endur að auka skiln­ingi á þeim vanda­málum sem við­koma sví­virð­ingum og net­ein­elti gegn kenn­urum og skóla­stjórn­end­um.

Grein­ina má lesa hér.

Að hluta til teng­ist vandi skól­ans hér á landi þessu mál­efni, sem eykst frá ári til árs. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að stór hluti grunn­skóla­kenn­ara færu í annað starf væri það fyrir hendi. Skort á grunn­skóla­kenn­urum má m.a. rekja til óhófs­legs vinnu­á­lags og breytt for­eldra­sam­starfs. Fleiri og fleiri kenn­ara vilja segja sig frá umsjón. KÍ hefur aug­lýst eftir þeim grunn­skóla­kenn­urum sem hafa menntun til að kenna en láta ekki sjá sig.

Á lands­byggð­unum er stakk­ur­inn þröngt snið­inn. Grunn­skóla­kenn­arar hafa ekki sama val og kollegar þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu því þar eru atvinnu­tæki­færi af skornum skammti fyrir háskóla­menntað fólk.

Illt umtal um skóla og starfs­menn þeirra þarf að heyra sög­unni til. Taka þarf á mála­flokknum víðar en í Sví­þjóð.

Heyrst hefur m.a. að skóla­stjórn­endum sé hótað með að nem­andi fari í annan skóla ef eitt­hvað sé ekki gert sem for­eldri vill. Eins og það sé akkur stjórn­enda að nem­andi sé í skóla þar sem honum líkar illa vist­in. Ætti að vera sjálf­sagt mál að nem­andi færi sig til.

Hverra er að taka á vand­máli sem blasir við? Þegar stórt er spurt er fátt um svör!

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband