21.1.2020 | 16:08
Endemis bull í þessum kellum
Ég er eiginlega hneyksluð á þessum konum. Að þær skuli kalla sig kvenréttindakonur. Auðvitað á með öllum tiltækum ráðum að fækka tímum hvers barns á leikskóla. Að setja það í samhengi við kvennabaráttu er þeim til skammar. Börn sem dvelja rúma 9 tíma á leikskóla eru með lengri vinnudag en foreldrarnir og því ber að breyta.
Vona svo sannarlega að borgin hlusti ekki á samtök sem þessi sem hafna styttri vinnudegi barna á viðkvæmasta aldri.
Frami, kvenréttindi og pólitík á ekki að koma við sögu þegar velferð barna er rædd. Vinna á því með öllum tiltækum ráðum að fækka vinnustundum barna og óskastaða hvers barns er að vera meira með foreldrum sínum. Hverju barni dugar 5-6 tímar á leikskóla, sem hámark.
Skömm að þessum mótmælum Kvenréttindafélags Íslands.
![]() |
Lúalegt að ala á samviskubiti foreldra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |