29.11.2019 | 15:44
Starfslokasamningur- maðurinn segir upp
Eitt skil ég ekki. Þeir sem segja upp af sjálfdáðum fá starfslokasamning í ákveðnum störfum. Heyrði í fréttum að bæjarstjórn Fjallabyggðar ætli að ræða um starfslokasamning við Gunnar á næsta bæjarstjórnarfundi. Sama með útvarpsstjóra, hann sagði starfi sínu lausu til að fara í annað starf- fær starfslokasamning. Við erum komin á villigötur með þetta. Segi leikskólakennari upp störfum fær hann ekki starfslokasamning við bæjarfélagið.
![]() |
Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reglurnar eru þær sömu. Vilji bæjarfélag losna við leikskólakennara sem ekki er brotlegur og með full réttindi verður að bjóða leikskólakennaranum að segja upp gegn greiðslu. En hæpið er að slíkt moldviðri skapist um leikskólakennara að til þess kæmi. Ríkisstarfsmenn og menn skipaðir til einhverra ára njóta réttinda og gerist þeir ekki brotlegir er ekki nokkur leið að losna við þá, nema að semja við þá. Þetta er sérstaklega algengt í stöðum sem ráðherra skipar í. Nýr ráðherra vil losna við gæðinga og einkavini síðasta ráðherra og setja sína í staðinn.
Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.