Mannúðarsjónarmiðin þjóna ekki alltaf tilgangi sínum

Horfði á 21 søndag á DR1. Í Svíþjóð hefur hælisleitandi, ung kona, stigið fram og viðurkennt að foreldrar hennar þvinguðu hana til að leika sig veika, svelta sig til að líta veikluleg út og vera í rúminu. Þau höfðu fengið neitum um vist í Svíþjóð sem hælisleitendur. Svíar hafa eins og Íslendingar möguleika á mannúðlegri hælisveitingu og nú átti að reyna á það með veiku barni. Þau sögðu stúlkunni að hún yrði að hjálpa fjölskyldunni.

Rætt var við geðlækni og lækni sem sögðu báðir að mörg börn urðu veik á þennan hátt og þrátt fyrir ýmsar rannsóknir og viðtöl kom ekkert í ljós. Geðlæknirinn sagði að á sínum tíma hefði hann ekki þorað að koma fram undir nafni því þá hefði hann verið dæmdur rasisti. Hann sendi því nafnlaus bréf til að vekja athygli á málinu.

Stúlkan sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi foreldra sinn því hún var svöng og borðaði á nóttunni. Þetta gekk svona í 10 mánuði þangað til sænsk yfirvöld tóku eftir líkamlegum ákverkum á barninu. Þau tóku hana af foreldrunum, hún fékk vist í Svíaríki en ekki foreldrarnir og yngri systkin. Svíum hefði aldrei liðist að beita börn sín slíku ofbeldi og refsing er margra ára fangelsi sagði geðlæknirinn.

Ekki er vitað með vissu hve mörg börn hafa mátt þola ofbeldi af þessu tagi af foreldrum sínum í þeim tilgangi að fá vist í nýju landi. Mannúðarsjónarmiðin þjóna ekki alltaf tilgangi sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband