29.9.2019 | 10:07
Kynjafræði á ekki erindi í grunnskólakennaradeildina!
Eftir að hafa hlustað á forsvarsmann kynjafræðinnar í HÍ er ég enn sannfærðari að kynjafræði á EKKI að vera skyldugrein í kennaranáminu eins og Jafnréttisnefnd KÍ (öll skipuð konum) hefur lagt til. Fræðin er hægt að nálgast í heimspekifræðunum, söguna, þróunina og stöðuna. Hægt að fletta kynjafræðslu í margar greinar og það er gert. Fyrir áhugasama er hægt að sækja einstaka námskeið á kynjafræðibrautinni, sem er gott.
Málið er ekki flókið fyrir kennara, koma á eins fram við alla, sama af hvaða kyn þú telur þig vera. Á forstöðumanninum var að skilja að konur og kvennafræði léku aðalhlutverið í faginu. Einn áfangi um karlmenn og karlmennskuna. Samkvæmt forstöðumanni greinarinnar rær brautin lífróðri til að halda sér inni sem sér námsbraut og því átti tillaga Jafnréttisnefndar kannski að ,,bjarga" brautinni frá endalokum. Mínar hugleiðingar!
Það var ljóst á þessum forstöðumanni að þarna fara inn konur (95%) sem margar hverjar vilja rannsaka kynferðisofbeldi á kynsystur sínar. Sumar hafa eflaust lent í því sjálfar og vilja fá orð á upplifun sína.
Ég mæli frekar með að kenna geðheilbrigðisfræði og sálfræði í meira mæli í Kennaradeildinni. Þau fræði myndu taka á málaflokknum eins og ,,óskilgreint kyn" og þær breytingar sem eiga sér stað hjá þeim fáum einstaklingum í samfélaginu sem eru þannig. Heyra og skilja hvað gerist í kolli fólks við upplifunina að vera ekki sá sem þú fæddist.
Kynjuð umræða, kynjafræðingar mæla með að við tökum kyn út úr umræðunni. Ég hafna því, ég er kona og vil verða umtöluð sem slík ekki kynjalaus. Tungumálið er kynjað, því verður ekki breytt. Mér þykir margt í umræðunni um kyn vera komið út í öfgar og er ekki sátt með það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.