31.5.2019 | 09:45
Í dag fær óhæfur stjórnandi skólastjórastöðu! ;)
,,Vandinn á Íslandi einskorðast ekki við kennarastöður því sífellt færri sækja um æðstu stöður í grunnskólum. Það er af sem áður var þegar auglýstar voru stjórnendastöður í grunnskólum, þá höfðu menn úr nógu að velja, segir Þorsteinn." Fyrir vikið sitja grunnskólakennarar uppi með stjórnendur sem eru starfi sínu ekki vaxnir. Slíkur stjórnandi hefr svo áhrif á starfsánægju kennara. Vonandi rætist úr þessu þegar fram líða stundir.
Vinnuumhverfi hefur áhrif á starf grunnskólakennarans og sveitarfélögin, mörg þeirra, hafa sýnt að þau leggja ekki það sem til þarf í skólakerfið. Hér væri hægt að benda á margt sem sveitafélögin þurf að gera til að gera vinnuumhverfið betra.
Í Danaveldi veigra ungir menn sér við að sækja um í kennaraháskóla, þar hefur umræðan um kynferðislegt áreiti og ofbeldi af hálfu karla hrætt þá frá kennarastörfum, þeir liggja vel við höggin eins og blaðagreinar þar í landi hafa sýnt. Sama þróun er hér á landi og öðrum Norðurlöndum. Vantar fræðslu til nemenda um hve alvarlegar afleiðingar upplognar kærur hefur á fólk. Æra þess og starf er tekið frá því.
Skóli án aðgreiningar, sveitarstjórnarmenn gleymdu að peningar þyrftu að fylgja þessari stefnu.
Sveigjanlegur vinnutími hefur horfið smá saman og í einhverjum sveitarfélögum fer mjög lítið fyrir sveigjanleika.
Margir kennara hafa ekkert annað að fara þó þeir vildu gjarnan hætta kennslu, atvinnutækifæri á mörgum stöðum á landinu eru ekki næg.
Á kennara eru hlaðin störf sem aðrir vinnuveitendur greiða fyrir. Mörg sveitarfélög greiða kennurum sínum ekki yfirvinnu þó svo að þeir vinni vinnuna. Auðvitað borga þeir forfallakennslu sé um hana að ræða.
Fleiri börn sem þurfa aðstoð koma inn í skólakerfið, ýmist vegna ein hvers konar greininga eða hegðunarvanda. Þarf mikinn mannafla til að taka á hegðunarvanda.
Fleiri nemendur beita kennara sína ofbeldi og á því er ekki tekið sem skyldi.
Fleiri og fleiri nemendur berjast við tilfinninguna kvíði og fá úrræði í skólanum enda um heilbrigðismál að ræða.
Eins og Þorsteinn sagði í grein sinni, það er margt annað en launin sem heldur fólki frá grunnskólakennaranámi.
Sálfræðing og atferlisfræðing þyrfti í hvern skóla til að vel sé.
Starfið er skemmtilegt þegar vel gengur.
Sífellt færri kennara að fá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.