Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum

Greinin birtist í Kjarnanum í dag 24. maí 2019.

 

Í sam­fé­lag­inu hefur gengið yfir bylgja þar sem mönnum er frjálst að ásaka fólk um ýmsu hluti. Það er gert opin­ber­lega án nokk­urra afleið­inga. Stundum er fólk nafn­greint og stundum ekki. Sam­fé­lagið hefur á vissan hátt sam­þykkt slíkt fram­ferði. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Áður en lengra er haldið skal það tekið fram að lang stærsti hluti nem­enda eru til fyr­ir­myndar.

Innan veggja grunn­skól­anna virð­ist hið sama ger­ist og í sam­fé­lag­inu. Grunn­skóla­kenn­arar lenda stundum í honum kröpp­um. Þeir eru ásak­aðir um ofbeldi, af hvers konar tagi, missa mann­orð sitt að hluta eða öllu leyti. Nem­anda sem dettur í hug að ásaka kenn­ara um ofbeldi stendur oft með pálmann í hönd­un­um. Rann­sókn innan skól­ans er haf­in, aðrir nem­endur spurðir og á þann hátt er mann­orð kenn­ara sett á voga­skál­arn­ar. And­leg heilsa kenn­ara er líka undir og margir standa ekki undir upp­lognum ásök­un­um.

Grunn­skóla­kenn­arar hafa upp­lifað að nem­andi sýni áverka, s.s. mar­bletti og klór, sem eng­inn veit hvernig er til­kom­inn nema nem­and­inn sjálf­ur, til að ná sér niðri á kenn­ara. Það þarf ekki annað en að kenn­ari setji nem­anda mörk. Skóla­reglur henta ekki öllum og ein­staka nem­andi telur sig yfir skóla­reglur haf­inn. Stjórn­endum er blandað í málin og stundum stoppa málin þar en alls ekki alltaf. For­eldrar taka oft á tíðum upp hansk­ann fyrir börn sín og verða vart við­ræðu­hæf um mál­ið. Farið er með barn til læknis og áverka­vott­orð feng­ið. Barn­inu skal trúað hvað sem öðru líð­ur. Á stundum eru barna­vernd­ar­nefndir inni í mál­unum þar sem rætt er við aðila til að fá heild­ar­mynd­ina. Í ein­staka til­fellum bland­ast lög­regla í málið þar sem yfir­heyrslur fara fram. Þegar hér er komið við sögu eru hefndn­ar­að­gerðir barns og for­eldra því­líkar að vart verður stopp­að. Kenn­arar hafa mátt ráða sér lög­fræð­ing til að vinna úr máli sem kemur svo á dag­inn að var „allt í plat­i“. Nem­andi hefur náð sér í stjórn­un­ar­tæki. Hvað svo!

Grunn­skóla­kenn­arar og stjórn­endur eru ber­skjald­aðir þegar kemur að frá­sögnum barna sem vilja kenn­ara eitt­hvað illt. Kenn­arar og stjórn­endur hafa var­ann á ef þeir þurfa að ræða eins­lega við nem­anda, þeir hafa opna hurð eða annan aðila með sér, ótt­inn um hvað nem­andi gæti tekið upp á er alltaf á bak við eyrað. Langt í frá eði­leg þró­un.

Í Dana­veldi hafa karl­kenn­arar verið ásak­aðir um kyn­ferði­legt ofbeldi, af stúlk­um, sem áttu ekki á við rök að styðj­ast. Ásak­an­irnar höfðu afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir kenn­ar­ana sem hættu störf­um, dæmdir af skóla­sam­fé­lag­inu, sam­fé­lag­inu sem þeir bjuggu í og heilsan far­in. Áfallastreituröskun er algengur kvilli í kjöl­far slíkra áfalla. Stuðn­ingur stjórn­enda og sveita­fé­lags­ins við kenn­ar­ana var eng­inn. Myndin „Jag­ten“ sýnir svo ekki verður um villst hver fram­koma sam­fé­lags­ins er þegar slíkar ásak­anir líta dags­ins ljós.

Því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli í nem­enda­hópi og fái kenn­ari að smakka á slíku epli geta afleið­ing­arnar orðið afdrifa­rík­ar. Umræð­una þarf að opna, gera sér grein fyrir að við þetta búa kenn­ar­ar. Hlúa þarf að kenn­ara sem hefur mátt þola ásökun af þessu tagi. Traust milli kenn­ara og nem­anda er far­ið. Ótt­inn við að nem­andi end­ur­taki leik­inn er ekki langt und­an, við­var­andi ótti getur valdið streitu sem getur leitt til viða­meiri kvilla.

Í grein­inni er ein­göngu rætt um grunn­skóla­kenn­ara en aðrir starfs­menn grunn­skóla hafa einnig lent í svona aðstæð­um.

Höf­undur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og er full­trúi grunn­skóla­kenn­ara í Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband