29.3.2019 | 12:48
Hjúkrunarfræðingarnir skila sér kannski inn í fagið
Skelfilegt að upplifa svona nokkuð. Fréttaflutningur af hjúkrunarfræðingum sem flúðu í stétt flugfreyja vegna launakjara voru áberandi hér fyrir ekki svo löngu síðan. Vonandi fá þeir hjúkrunarfræðingar störf innan hjúkrunar sem hafa misst vinnuna hjá WOW. Alltaf kostur að geta gengið í vinnu þegar annað bregst.
Fólk er niðurbrotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvert á að sækja pening til að borga þeim laun? Tekjur ríkisins koma til með að lækka og útgjöld að hækka. Samningar ríkisstarfsmanna eru að losna og þeir fara ekki að fara fram á minna en almenni markaðurinn gerir. Loðnan brást. Og verkalýðsfélögin vilja verulegar skattalækkanir, bótahækkanir og fjármagn frá ríkinu í húsnæðismálin.
Vagn (IP-tala skráð) 29.3.2019 kl. 15:29
Nú er það svo Vagn að spítalinn er rekinn á svokölluðum aukavöktum þegar ekki tekst að manna hverja vakt. Reikna með að hluti, stór hluti, fjármagnsins komi frá þeim. Það er ýmislegt í gangi í samfélaginu en allir vilja þjónustu þegar þeir eru veikir, helst samdægurs. Las á Vísi að nú þegar hafa hjúkrunarfræðingar leitað eftir vinnu hjá Lsp-háksólasjúkrahúsi.
Það er nefnilega svo með opinbera geirann að starfsfólk sækir þangað í öryggið en í einkageirann í ævintýrið. Vona bara að hjúkrunarfræðingar noti sína menntun, sinni hjúkrun.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2019 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.