Er ekki málið að semja

Hóteleigendur verða að setjast niður og reikna hve fórnarkostnaðurinn eigi að vera. Eru þeir tilbúnir að grynnka eigin vasa til að dýpka vasa starfsmanna. Gengdarlaus græðgi eigenda hótelkeðjanna kemur í veg fyrir mannsæmandi laun á þessum stöðum. Hafa í skjóli útlendinga geta haldið launum niðri. Löngu tímabært að draga þetta upp í sviðsljósið.


mbl.is Tjónið þegar töluvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú Helga átt fyrirtæki, rekið fyrirtæki eða komið að stjórnun fyrirtækis? Er öll gistiþjónusta hér á landihluti af alþjóðlegum hótelkeðjum ( ekki að það skipti máli í raun)? Ertu alveg viss um að þessi skrif hér að ofan byggist ekki á fordómum?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 14:06

2 identicon

Þó þessi verkföll hafi beinst að hótelum og rútufyrirtækjum þá snýst þetta ekki um þau. Það er verið að reyna að knýja fram verulegar hækkanir hjá öllu verkafólki. Helst það miklar að ekki þurfi að hafa fyrir því að mennta sig til að lifa þægilegu lífi af dagvinnu. Helst það miklar að aðeins best reknu fyrirtækin nái því að vera taplaus þegar vel árar. 

Það eru einfaldlega hagfræðileg takmörk fyrir því hvað fyrirtækjaeigendur geta grynnkað eigin vasa til að dýpka vasa starfsmanna. Löngu áður en fyrirtæki fer að sýna tap getur það verið í þeirri stöðu að ekki borgar sig að reka það. Á vissum punkti verður hagstæðara að eiga peninginn sem liggur í verðmæti fyrirtækisins í einhverju öðru. Og hagstæðara að setja fjármagn í örugga vaxtaberandi geymslu en fyrirtæki. Fari hagnaður fyrirtækja undir visst hlutfall af verðmæti þeirra borgar sig frekar að setja peningana í banka en að reka fyrirtækið áfram. Sjoppa sem sýnir 10 milljónir í hagnað getur þannig talist vera að sýna góðan hagnað meðan fiskvinnsla með 1000 milljónir teldist vera með lélega afkomu. Eigandi sjoppunnar brosir en eigendur fiskvinnslunnar huga að því að draga sig úr rekstrinum og setja peningana frekar í ríkisskuldabréf, evrureikninga og vísitölubundna bankareikninga.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 14:48

3 identicon

Stefán ábyggilega er einhverja fordóma að finna í garð stóru hótelkeðjanna. Fyrirtæki eru vissulega misvel í stakk búinn að hækka launin. Það þýðir þó ekki að lágmarkslaunin eru skelfilega lág og það þarf að taka á því vandamáli.

Vagn menntun virðist vart borga sig. Grunnskólakennari þénar ekki 500 þús. kr. á mánuði eftir 5 ára háskólanám. Mætti nefna fleiri stéttir en læt þetta duga. 

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 16:47

4 identicon

Satt er það, menntun virðist vart borga sig. Sérstaklega nú eftir gengdarlausar hækkanir lægri launa umfram aðra og á þeirra kostnað. Ástand sem fyrr eða síðar kallar á leiðréttingu.

Og lágmarkslaun eru alls ekki skelfilega lág, hafa aldrei verið hærri og eru næst hæst í heimi. Þó einhverjir segi lágmarkslaun skelfilega lág þá sýna tölfræðilegar upplýsingar að svo er ekki. Þess vegna er gripið til rangfærslna og þeirra ráða sem hafa dugað töfralækningabransanum vel, persónulegar sögur. Þannig má selja segularmbönd og megrunarsjampó, vanda þeirra sem hvergi hefðu það betra og vonleysi þeirra sem hvorki geta keypt né leigt á dýrustu svæðum landsins öðruvísi en að vinna meira og sleppa helgarskemmtunum og utanlandsferðum.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband