Boðið upp í dans...kannski villtan dans!

,,Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir for­ystu verka­lýðsfé­lag­anna ekki kjörna til að fara með stjórn lands­mála held­ur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemj­end­ur. Viðsemj­end­urn­ir eru Sam­tök at­vinnu­lífs­ins en ekki ríkið."

Hvernig ætli verkalýðsforkólfar bregðist við þessu. Ljóst að ekki verður lengra komið með stjórnarliðið. Katrín sagði það í gær að samningsaðilar ættu að sjá til lands áður en ríkið komi að kjarasamningum. Nú hefur verið boðið upp í dans, spurning hvaða spor verkalýðurinn tekur.


mbl.is Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þetta er bara hárrétt hjá þingmanninum. Ríkið á ekki að skipta sér af samningum milli þessara aðila.

Örn Gunnlaugsson, 17.2.2019 kl. 11:59

2 identicon

Lilja Alfreðsdóttir telur það líka of snemmt að ganga inn í kjaraviðræðurnar sagði hún í Silfrinu rétt áðan. Þegar svo margir stjórnarliðar, úr öllum flokkum, hafa gefið upp afstöðu sína þarf verkalýðsforystan að skoða spilin.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 12:05

3 identicon

Sæl: nafna - sem og aðrir gestir, þínir !

Hroka- Spætuna Bryndísi Haraldsdóttur, ætti ekki nokkur maður að taka alvarlega:: hún er einfaldlega partur af stýrikerfi Engeyjar ættarainnar í landinu: ættar, sem skóflar undir sig fjármuni vinnandi fólks í landinu / og sleikir svo út um bæði munnvik, eins og bílifis Köttur, makindalega.

Bryndísi: ásamt öðru liðsfólki Sjálfstæðisflokksins og attaníossa hans, hinna ýmsu annarra flokka, á að gera LANDRÆK til frambúðar, það væri alla vegana góð byrjun á þeirri sótthreinsun, sem fara þarf fram: hérlendis.

Alþingis flónin - hafa ekki ENNÞÁ, farið fram á liðlega 44% (prósenta: sem þau þáðu af Kjararáðinu sáluga í Október 2016) lækkun sinna launa + þau 7%, sem þau höfðu þegið nokkrum misserum áður, þó þau þykist geta geiflað sig fram í almenning háðuglega, þessa dagana.

Bryndís er: ásamt þorra sinna flokkssystkina, einhver sú skæðasta Blóðsuga, sem nærizt á sjóðum landsmanna, þessi árin og misserin, hvað fólk athugi: gaumgæfilega !

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 12:45

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þingkonan áttar sig greinilega ekki á því að í verkalýsfélögum landsins eru fleiri félagsmenn en þeir sem kusu hennar flokk.Hún áttar sig ekki heldur á því að fólk í verkalýðsfélögum kýs til Alþingiskosninga.Hún áttar sig ekki á því að hún er í vinnu hjá þessu fólki og þarf að sætta sig við það.

Ragna Birgisdóttir, 17.2.2019 kl. 12:46

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hér eru margar áhugaverðar athugasemdir, en ég staldra við ábendingu Óskars um 44% hækkunina sem kom til viðbótar við 7% hækkun nokkrum mánuðum áður. Hvernig er það, á almenningur ekki að fá neitt sambærilegt?

Sveinn R. Pálsson, 17.2.2019 kl. 13:11

6 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Sveinn Rosenkrantz !

Þakka þér fyrir: drengilega eftirtektarsemi þína / minna sjónarmiða.

Aukinheldur - á Sjálfstæðisflokkurinn stóran hlut, að vaxandi eiturlyfja notkun í landinu, meðfram þeirri glæpaöldu og terrorisma, sem henni fylgir, og annarri óáran, með dyggum stuðningi Framsóknarmanna og Vinstri grænna, svo kallaðra - með afskiptaleysi og respect Miðflokks nefnunnar og Samfylkingar og Viðreisnar dellunnar, ekki síður .

Séu málin skoðuð: í víðara samhengi hlutanna, gott fólk !!!

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 14:08

7 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég tel líklegt að það sé að rofa til hjá verkalýðshreyfingunni og að búast megi við aðgerðum á næstu vikum.

Sveinn R. Pálsson, 17.2.2019 kl. 16:41

8 identicon

Takk fyrir góð innlegg. Held eins og Sveinn bendir á að búast megi við aðgerðum. Eins og forkólfarnir hafa talað þá er lag. Baklandið lætur vonandi ekki á sér standa. Er hrædd um að VR eigi í erfiðleikum með baklandið þar sem stór hluti stéttarinnar er skólafólk sem ætlar ekki að gera verslunarstörf að aðalatvinnu. Félagar sem mega ekki við að missa krónu og hefur ekki víðsýnina. Vonandi rangt lesið í stöðuna. 

Að sjálfsögðu eiga þingmenn að axla ábyrgð á þeirra sjálftöku launa sem þeir hafa stundað. Þingmenn þegja þunnu hljóði, líka þeir sem börðust fyrir réttlátari kröfum til handa verkalýðnum. 

Því miður er það svo þegar landinn kemur í kjörklefann hafa undangengin ár gleymst. Það er synd og skömm. 

Hef fulla trú á að verkalýðsforystan láti sverfa til stáls eftir útspil nokkurra ráðherra og þingmanna.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband