15.2.2019 | 12:38
Ætti að gilda um barnaverndanefndir á landinu
Kerfið eins og það hefur verið er brotakennt og hefur ekki tekið mið af því að fólk í þessum sporum á erfitt með að ganga á milli aðila og segja sögu sína aftur og aftur því fagfólkið er ekki að tala saman. Það er framtíðarsýnin að fólk geti gengið inn um einar dyr og fengið alla þá þjónustu sem það þarf á að halda.
Í dag geta foreldrar flutt á milli sveitarfélaga án þess að mál þeirra hjá barnaverndarnefndum fylgi þeim. Tilkynna þarf fólk til nefndarinnar á hverjum stað til að opna mál. Þetta hefur gefið foreldri sem á í forsjárdeilu möguleika að flytja á milli staða án þess að nokkur grípi inn. Á stundum er eiturefnanoktun tilefni tilkynninga og því erfitt að opna mál á nýjum stað. Það er líka tímafrekt. Ef þjónusta við börn á að vera heilstæð á hún að vera það í öllum málaflokkum.
Fimm barna móðir og félagsþjónustan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.