11.1.2019 | 09:53
Góð þróun- eldra fólk geti séð sér farborða
,,Tekið er fram í svarinu að í reikningsdæminu sé einungis um að ræða kostnaðarauka vegna þeirra ellilífeyrisþega sem þegar hafa sótt um, eða fá greiddan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Í dag séu hins vegar um 6.000 einstaklingar, 67 ára og eldri, sem búsettir eru á Íslandi, sem ekki hafa sótt um ellilífeyri frá Tryggingastofnun."
Vonandi fjölgar þeim sem geta lifað af lífeyrissjóðsgreiðslum eða öðrum greiðslum þegar lífeyrisaldri er náð. Greiðslur tryggingarstofnunar eru eða ættu að vera greiðslur sem þeir allra tekjulægstu þegnar njóta. Legg ekki mat á heildarupphæðina. Þó þannig að fólk geti lifað af laununum.
Margir eiga stór og dýr hús sem hefur margfaldast í verði, án þess að fólk leggi út í nokkurn kostnað og geta lifað af sölu slíkra eigna. Minnka við sig eins. Það er vel. Auðvitað eiga lífeyrisþegar að nýta það sem þeir hafa unnið sér inn eða ávaxtað.
Sameina og fækka á lífeyrissjóðum. Óhófleg útgjöld til stjórna og stjórnenda. Við erum 300 þús. og lífeyrissjóðirnir telja tugi. Skammarlegt að sólunda fé í yfirbygginguna.
Kostar 48 milljarða að hækka ellilífeyrinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.