Góð þróun- eldra fólk geti séð sér farborða

,,Tekið er fram í svar­inu að í reikn­ings­dæm­inu sé ein­ung­is um að ræða kostnaðar­auka vegna þeirra elli­líf­eyr­isþega sem þegar hafa sótt um, eða fá greidd­an elli­líf­eyri hjá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Í dag séu hins veg­ar um 6.000 ein­stak­ling­ar, 67 ára og eldri, sem bú­sett­ir eru á Íslandi, sem ekki hafa sótt um elli­líf­eyri frá Trygg­inga­stofn­un."

Vonandi fjölgar þeim sem geta lifað af lífeyrissjóðsgreiðslum eða öðrum greiðslum þegar lífeyrisaldri er náð. Greiðslur tryggingarstofnunar eru eða ættu að vera greiðslur sem þeir allra tekjulægstu þegnar njóta. Legg ekki mat á heildarupphæðina. Þó þannig að fólk geti lifað af laununum.

Margir eiga stór og dýr hús sem hefur margfaldast í verði, án þess að fólk leggi út í nokkurn kostnað og geta lifað af sölu slíkra eigna. Minnka við sig eins. Það er vel. Auðvitað eiga lífeyrisþegar að nýta það sem þeir hafa unnið sér inn eða ávaxtað. 

Sameina og fækka á lífeyrissjóðum. Óhófleg útgjöld til stjórna og stjórnenda. Við erum 300 þús. og lífeyrissjóðirnir telja tugi. Skammarlegt að sólunda fé í yfirbygginguna.


mbl.is Kostar 48 milljarða að hækka ellilífeyrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband