22.10.2018 | 16:31
Erfitt að sætta sig við.
Jón Steinar svarar sem fagmaður. Það á hann að gera. Dómari á ekki að segja frá sinni persónulegu skoðun.
,,Ég hef oftsinnis orðið þess var að sumir vilja refsa sökuðum mönnum, þó að sök þeirra sé ekki sönnuð. Dómari sem lætur undan slíkum óskum misfer með dómsvald sitt, því hann má ekki dæma eftir öðru en lögunum."
Hryllilegt til þess að hugsa ef fólk er sakfellt án sönnunar. Bítur í sálina telji maður annað. Fórnarkostnaður er að einhver sleppi. Dómar almennings í netheimum er skelfileg þróun. Ekki síður kjaftagangur um málefni sem aðilar vita lítið um. Mál hafa tvær hliðar.
Jón Steinar svarar Önnu Bentínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |