Umræður um þann óskapnað þegar faðir er rang­lega sak­aður um ofbeldi, af hvers konar tagi og afleið­ing­ar, vant­aði. Feður hafa mátt þola falskar kærur um kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum sínum en Jafn­rétt­is­stofu fannst ekki til­efni til að ræða það. Er það ekki ofbeldi sem teng­ist skiln­aði? Feður hafa mátt þola ólög­mætar tálm­an­ir, annað tveggja að hluta eða alger­ar. Jafn­rétt­is­stofa sá enga ástæðu til að ræða úrræða­leysið og ofbeldið sem í því felst. Jafn­rétt­is­stofu fannst ekki ástæða til að ræða um eft­ir­köst barna og for­eldris af tálm­un­arof­beldi.

Tálmun er þegar þú á ein­hvern hátt minnkar þann tíma sem barn á að vera með umgengn­is­for­eldri sínu, klukku­stund, hluti úr degi eða barni alfarið haldið frá for­eldri sínu. Tálmun er ofbeld­is­verk sem bitnar á  barni. Ekki orð um það. Þrátt fyrir umræður um mála­flokk­inn horfir Jafn­rétt­is­stofa fram hjá honum þegar ofbeldi er ann­ars veg­ar. Skil­greint ofbeldi eður ei, við­ur­kennt vanda­mál eftir skiln­að. Barn notað sem skjöldur og vopn. Ekki orð um það!

Í umræð­una vant­aði þegar barn er notað sem gjald­mið­ill, sér­stak­lega þegar með­lag og fram­færsla er rædd í tengslum við skiln­að. Margir for­sjár­lausir feður eiga varla til hnífs og skeiðar eftir skiln­að. Þeir borga með­lag, leigja hús­næði til að taka á móti börnum sínum en fá engar barna­bætur eða þiggja aðrar bætur sem ætl­aðar eru börn­um. Í ein­hverjum til­fellum eiga þeir líka að útvega föt og annað sem börnin þurfa á að halda þegar umgengnin á sér stað. Þetta er hóp­ur­inn sem tal­inn er búa við mesta fátækt. Jafn­rétt­is­stofu fannst engin ástæða til að ræða það. Hverju skyldi það sæta?

Jafn­rétt­is­stofa tók ekki fyrir þann vanda sem með­lags­greið­endur eru í og reglur sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga gagn­vart þeim. Skert lífs­gæði barna með­lags­greið­anda. Ekki orð um það!

Ég vil ekki gera lítið úr þeim mál­efnum sem rædd voru á ráð­stefn­unni en hins vegar kom fátt nýtt fram sem alþjóð ekki veit.  

Starfs­mönnum Kvenna­at­hvarfs­ins var gefið mikið pláss í ráð­stefn­unni og þegar svo er verður mála­flokk­ur­inn eins­leitur eins og raunin varð.

Eina erindið sem tengd­ist karl­mönnum var um hvar þeir geta leitað sér hjálpar eftir ofbeld­ið. Það er vel og erindið gott. Þar koma fram að meiri­hluti karla sem leita sér hjálpar verða fyrir ofbeldi heima fyr­ir, gagn­kvæmt ofbeldi eins og sál­fræð­ing­ur­inn sagði. Hvað með konur hvert leita þær til að ,,læknast“ af ofbeld­is­hneigð­inni? Kvenn­athvarf­ið? Konur beita ofbeldi jafnt á við karla, ann­ars konar ofbeldi, og það virð­ist mein­loka að við­ur­kenna það ekki. Jafn­vægi kemst ekki á mála­flokk­inn fyrr en við við­ur­kennum slíkt. Jafn­rétt­is­stofa brást á þess­ari ráð­stefnu, kynja­hall­inn var of mik­ill.

Þátta­stjórn­endur Kverka­taks féllu í sömu gryfju. Mik­ill kynja­halli. Á ráð­stefn­unni sagði annar þátta­stjórn­and­inn frá að fjórði þátt­ur­inn átti að fjalla um ger­end­ur. Þeir vildu tala við ger­anda sem hafði við­ur­kennt brot sitt og hefði leitað sér hjálp­ar. Þau fengu eng­an. Þátta­stjórn­and­inn sagði það ekki en á milli lín­anna mátti heyra að leitað var eftir karl­manni. Aðkoma karl­manna að þátt­un­um, fyrir utan að vera ger­endur í þeim 2 málum tekin voru fyr­ir, var eng­in. Gefa átti alþjóð inn­sýn í mála­flokk­inn. Nei það gerð­ist ekki, hann fjall­aði um ofbeldi gegn kon­um. Í erind­inu kom í ljós að þátta­stjórn­endur leit­uðu til þeirra sam­taka sem hýsa konur og ekki við öðru að búast en eins­leitum þátt­um.

Vil enn á ný ítreka, vert að ræða mál­efnið en við þurfum að fá víð­sýnna fólk til að ræða um mála­flokk­inn í heild sinn.

Kannski á Jafn­rétt­is­stofa eftir að halda ráð­stefnu þar sem vanda­mál, ofbeldi, hindr­anir og úrbætur þar sem sjónum er beint að karl­mönnum og börn­um. Best er þó að mál­efnin séu rædd í sem víð­asta skiln­ingi, ekki með kynja­halla.