25.9.2018 | 20:44
Alltof margar stéttir eru í sömu stöðu
Því miður eru margar stéttir í sömu stöðu og hjúkrunarfræðingar. Þarf átak í launa- og vinnuumhverfismálum þessara stétta. Lífeindafræðingar, geislafræðingar, grunnskólakennarar og leikskólakennarar svo ég nefni einhverjar. Ekki má gleyma sjúkraliðum og iðnaðarmönnum sem skortur er á. Þurfum að beina sjónum nema í fleiri áttir.
Ójöfn laun á dagskrá í næstum öld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á meðan sterk verkalýðsfélög vinna gegn því að menntun og reynsla séu metin til launa geta "kvennastéttir" sparað sér orkuna sem fer í þá baráttu. Nú er helsta krafan launajöfnuður og að ómenntaðir og reynslulausir hafi forgang á launahækkanir þar til menntastéttunum er náð í launum. Fjárhagslega er menntun ekki lengur eftirsóknarverð ef starfa á hér á Íslandi. Bestu ráðleggingarnar til krakka nútímans eru að hætta eftir skólaskylduna og fara að vinna.
Vagn (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.