1.8.2018 | 20:10
Ætti að kynna sér málin betur
Hreint ótrúlegt að lesa svar fölskylduráðgjafans ,,Eins með börnin, ef þú heldur áfram að vera kærleiksríkur gagnvart konunni þinni og börnum, þá þarftu ekkert að óttast tengt börnunum. Það er réttur þeirra að umgangast báða foreldra sína og konan þín hefur ekkert úrslitavald yfir þeim rétti." Margt bendir til að umræddur ráðgjafi hafi ekki fylgst með umræðunni í samfélaginu. Beittasta vopn konunnar er að nota börnin. Konur komast upp með það og yfirvöld styðja ofbeldið, eins og ég vel að kalla þann gjörning að hóta föður að hann fái ekki að hitta barn eða börn sín.
Alltof algengt er að feður fara út af heimilinu án barna. Alltof margir telja það rétt móður að halda börnum eftir skilnað. Svo er ekki. Ein mestu mistök sem margir karlmenn gera og þ.a.l. fá konur beitt vopn í hendurnar, sem margar nota óspart á ósmekklegan hátt.
Ég elska ekki konuna mína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.