11.6.2018 | 12:48
Þeir fá það sama og almenningur
Löngu tímabært að forstöðumenn ríkisstofnanna fái það sama og almenningur í landinu fær. Þó laun þeirra hafi ekki hækkað í þrjú ár eru þeir ábyggilega vel launaðir og hafa ekki yfir neinu að kvarta. Samkvæmt fréttinni virðist sem formaðurinn vænti verulegrar hækunnar og óttast að fá það sama og almenningur. Verður fróðlegt að fylgjast með. Þeir sem heyrðu undir kjararáð ættu nú að fá hækkun samkvæmt almennri launaþróun. Verði það gert þarf formaðurinn ekki að óttast að hópurinn verði skilinn út undan.
Ríkisforstjórar reiðir kjararáði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem hann þarf að óttast eru viðbrögð almennings og að hækkanir kjararáðs fylgi ekki launaþróun í landinu. En sú hefur verið raunin undanfarin ár. Laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafa hækkað minna en almenn launaþróun og langt undir sambærilegum stéttum á almenna markaðinum. En vegna þess að margra ára dráttur verður á hækkunum þá eru þær miklar þegar þær koma, jafnvel þó þær nái ekki sömu hækkun og endurteknar hækkanir annarra á sama tímabili hafa skilað.
Vagn (IP-tala skráð) 11.6.2018 kl. 13:14
Mikið ósköp er ég laus við alla samúð með þessum ríkisforstjórum. Mér finnst þér geti vel unað við 2.000 kr. hækkun á ári.
Aztec, 11.6.2018 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.