Fagfólk ekki tínt upp af götunni

Það er löngu vitað að fagfólk innan félags-og heilbrigðisgeirans muni vanta í komandi framtíð. Þetta er byrjunin. Launin eru svo lág að fáir vilja starfa við umönnun og hjúkrun aldraðra. Vinnan er erfið og því ekki á hvers manns færi að sinna þessari þjónustu. Tekur á andlega og líkamlega. Nú tala menn um að byggja heimili fyrir aldraða. Tel það minnsta mál. Erfiðara er að manna slíkar byggingar af fagfólki.


mbl.is Draga þarf úr heimaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan krafa almennings er að menntun, sérfræðiþekking og fagkunnátta skili litlu meira en verkamannavinna má búast við fækkun í millistétt. Til hvers að vera að mennta sig ef ævitekjurnar verða þær sömu, eða lægri, en ef farið væri að vinna strax eftir grunnskóla? Hækkanir lægri launa, í nafni launajöfnunar, langt umfram hækkanir fagstétta hafa gert fagþekkingu verðlausa. Það hefur afleiðingar að vera á móti háum launum.

Vagn (IP-tala skráð) 11.6.2018 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband