Og börnin fara ekki varhluta af ósætti foreldra og tálmun...

Hjálparbeiðni 10 ára drengs í Danaveldi hljómar svo;

,,Ég á mömmu og pabba sem geta ekki verið sammála. Um síðustu helgi var ég ekki sóttur af pabba og því komst ég ekki í skóla. Þau búa langt hvort frá öðru. Margt hefur gerst síðan þau skildu og ekki neitt gott fyrir mig. Hundurinn minn var seldur og ég var mjög leiður yfir því. Mamma og pabba geta ekki fundið út af ferðamátanum, yfirhöfuðið engu. Að mamma og pabbi séu reið hvort út í annað veldur að ég hef mikla magaverki og finn til í höfðinu nánast stanslaust. Ég hef verið frá skóla í langan tíma. Ég held sjálfur að  ég sé að missa vitið því þegar ég borðaði morgunmat hristist höndin mikið og ég hitti diskinn tvívegis með bollanum og missti brauðið mitt mörgum sinnum. Ég fer í annan skóla áður en sumarfríið byrjar og ég veit ekki hvernig mér líður með það. Til að komast í skólann í dag þarf ég að vakna kl. 06:00 og ég er svo þreyttur á morgnana. Hvað á ég að gera varðandi magann og höfuðið, vona að einhver geti svarað mér.”

Bresk rannsókn kemst að sömu niðurstöðu og drengurinn lýsir þegar könnuð voru áhrif deilna foreldra á börn. Þau finna til, bæði andlega og líkamlega rétt eins og 10 ára gamli drengurinn sem kallaði eftir hjálp til að fá svar við hvort hann sé að bilast.

Alvarlegar og langvarnadi deilur á milli foreldra skaða börn og lífsmöguleika þeirra. Þetta eru m.a. niðurstöður breskrar rannsóknar sem skoðaði áhrifin á börn þegar foreldrar deila. Þetta er hluti rannsóknar sem rannsakar hvaða atburðir og íhlutun hafa áhrif á börn á lífsleiðinni.

Á Íslandi eru málin ekkert öðruvísi, börnin líða fyrir axarsköft fullorðna fólksins. Þegar börnin verða fullorðin eiga þau við sama vanda að etja, tengjast illa öðrum og eiga í vandræðum í samböndum.


mbl.is Ofbeldi gengur ættlið fram af ættlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband