20.4.2018 | 08:38
Framámenn í Kennarasambandi Íslands láku upplýsingum til fjölmiðla
Á nýafstöðnu þingi Kennarasambands Íslands reyndu forystusauðir Kennarasambandsins að kúga lýðræðið innan samtakanna. Þeim tókst það ekki. Þökk sé þingfulltrúum.
En hvernig málið bar að er í alla staði óeðlilegt. Eins og gengur og gerist þurfa þingfulltrúar athyglishlé því misjafnt er hve frummælendur ná til fólks. Allt í einu ýtir sessunautur við mér og spyr veist þú eitthvað um þetta? og sýnir mér frétt á mbl.is, sem birtist kl. 10:56 þann 12. apríl, um að taka eigi áskorun til afgreiðslu á þinginu, sem ég sat, eftir hádegi. Ég gapti. Þetta er málið sem verðandi formaður skrifaði um á Stundinni, sem ég hélt að væri hugarórar í manninum, hugsaði ég. Af hverju, jú því lýðræðið hafði talað.
Það sem situr eftir hjá mér, hvernig geta fjölmiðlar fengið upplýsingar um dagskrárlið sem verður eftir hádegi og birt er fyrir hádegi opinberlega. Og ekki nóg með það, Félag framhaldsskóla tísti kl.13:56 og tístið hljómar svo Áskorun kemur fram á þinginu um að tilvonandi formaður KÍ endurnýi umboð sitt #metoo #thingki2018 Gera má ráð fyrir að formaður Félags framhaldsskólakennara tísti fyrir hönd félagsmanna sinna. Skammarlegt.
Það er ljóst að framámenn í Kennarasambandi Íslands komu upplýsingum til fjölmiðla áður en þingfulltrúar fengu upplýsingar um málið. Áður en málið kom á dagskrá og án þess að umræða færi fram. Hef bara aldrei kynnst öðru eins siðleysi af hálfu forystumanna stéttarfélaga. Þetta er lítilsvirðing við kjörna fulltrúa og félagsmenn.
Vegna þessa trúnaðarbrests af hálfu forystusauðanna voru fjölmiðlar eins og gráir kettir í kringum þingið til að fá niðurstöðu úr málinu. Þeim var brugðið að þingfulltrúar mætti þessu siðleysi og svöruðu konunum fullum hálsi. Lýðræðið hafði talað og talaði á þinginu.
Mér er óskiljanlegt hvernig formenn, varaformenn, stjórnarmenn og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir samtökin geti komið svona fram, trúnaðarbrestur. Við í félagi grunnskólakennara þurfum ekki að hafa áhyggjur af áframhaldandi setu forystunnar því skipt verður á aðalfundi um miðjan maí.
Því miður sýndu fjölmiðlar forystusauði þeirra sem báru upp áskorunina áhuga og það sem hún sagði endurspeglar ekki á nokkurn hátt skoðun allra félaga innan Kennarasambands Íslands. Kennarar, hvaða nafni sem þeir nefnast, kusu lýðræðislega um nýjan formann og ekkert gat og getur breytt því.
Mér þykir ámælisvert að hópur kvenna í æðstu stöðum innan KÍ gangi fram með þessum hætti og leki upplýsingum og í reynd búnar að ákveða og tilkynna um atkvæðagreiðslu. Þetta er trúnaðarbrot að mínu mati, en það er verk lögfræðings KÍ að skera úr um það, því ég minni á að löglega kjörnir fulltrúar vissu ekkert um málið, kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum.
Með þeim tveimur greinum sem ég hef skrifað um málið hef ég komið atburðarásinni og mínum skoðunum á framfæri. Ég taldi það nauðsynlegt svo að kennarar fái innsýn í þá valdníðslu sem átti sér stað á 7. þingi Kennarasambands Íslands.
Mér var gróflega misboðið!
Taka afstöðu um áskorun á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.