Forystusauðir innan Kennarasambands Íslands ætluðu sér að kúga lýðræðið

Und­ir­rituð sat þing KÍ á dög­unum sem full­trúi grunn­skóla­kenn­ara. Margt áhuga­vert kom fram á þing­inu en þetta er fyrsta þingið sem ég sit fyrir stétt­ina. Dag­skrá þings­ins var send út á réttum tíma. Þannig vissu allir hvað taka áttu fyrir og gátu und­ir­búið sig eins og vani er þegar verka­lýð­ur­inn heldur þing.

Ég varð vitni af ótrú­legri atburða­rás sem átti að enda með lýð­ræð­is­svipt­ingu kenn­ara innan KÍ.

Einn dag­skrár­liður á fimmtu­deg­inum var kynn­ing á ,,Einnig ég“ hreyf­ing­unni sem gengur undir myllu­merk­inu metoo. Kenn­arar hlust­uðu og veittu fram­sögu­mönnum athygli. Þegar þeim er þakkað óskar vara­for­maður FF að hópur kvenna í sam­tök­unum stígi á stokk til þakka þeim góða vinnu. Á sviðið stíga vara­for­menn og stjórn­ar­menn félaga innan KÍ. 

Allt í einu og án þess að biðja um orð­ið, eins og venja er á svona þingum sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um, tekur stjórn­ar­maður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands orðið og hefur lesn­ingu á áskor­un. Gjör­sam­leg gegn þing­sköp­um. Þetta var stoppað og kraf­ist svara um hvort þetta væri lög­legt m.t.t. þing­skap­a­laga. Hlé var  gert á fund­in­um. Síðar voru þing­full­trúar kall­aðir saman og þeim tjáð að ljúka mætti lestri áskor­un­ar­inn­ar. Það var gert. Í lokin var farið fram á atkvæða­greiðslu án umræðna vegna tíma­skorts á þing­inu. Þessu mót­mæltu fund­ar­menn og til að segja langa sögu stutta var ákveðið að færa málið um áskor­un­ina undir lið­inn önnur mál þar sem hann upp­haf­lega átti heima. Önnur ákvörðun var ekki tekin á þessum tíma­punkti um áskor­un­ina.

Á föstu­deg­inum óskar for­maður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands eftir dag­skrá­breyt­ingu um að önnur mál fær­ist fram fyrir lið­inn for­manns­skipti í KÍ. Þingið sam­þykkti það enda til­lagan lög­lega borin upp og atkvæða­greiðsla fór fram um hana.

Áskor­un,  sem átti að vera sam­þykkt frá þing­inu, til verð­andi for­manns um að blása aftur til kosn­inga um for­mann KÍ var lesin upp. Eins og fyrr var óskað eftir leyni­legra atkvæða­greiðslu án umræðna. Sam­kvæmt þing­skap­a­lögum er það bann­að, sé efn­is­leg til­laga borin upp ber að opna mæl­enda­skrá sem var og gert. Sem betur fer var félags­vant fólk á milli þing­full­trúa sem gáfu ekki eftir að menn hundsuðu þing­sköp eða færu á svig við þau á nokkurn hátt.

Eftir nokkrar umræður kom frá­vís­un­ar­til­laga sem var sam­þykkt. Frá­vís­un­ar­til­lögu þarf að bera undir atkvæði um leið og hún er lögð fram. Menn höfðu tvo kosti, segja já- vísa til­lög­unni frá, eða nei- og halda  um­ræð­unni áfram. Heyrst hefur að mjótt hafi verið á mun­um, en menn verða að athuga, það var ekki kosið um til­lög­una heldur frá­vís­un­ina. Tölu­verður fjöldi þing­manna vildi að áfram yrði fjallað um áskor­un­ina sem hugs­an­lega tekin til atkvæða­greiðslu, kæmi ekki frá­vís­un­ar­til­laga. Hér er um tvo óskilda hluti að ræða.

Mér þykir það alvar­legt mál að for­menn, vara­for­menn og stjórn­ar­menn í stétt­ar­fé­lögum legg­ist á eitt að gera aðför að lýð­ræð­inu. Áskorun um að brjóta lög Kenn­ara­sam­bands Íslands var lögð fram af fólki sem stendur í fremstu víg­línu, þeirra sem á að gæta réttar okk­ar, kjara­samn­ings og að lög félag­anna séu virt. Að þeir leggi nafn sitt og gjörðir við slíkt er for­kast­an­legt að mínu mati. Krafan á þing­inu var að verð­andi for­maður færi á svig við lög KÍ og boð­aði til kosn­inga að nýju, sem lög KÍ heim­ila ekki. Rús­ínan í pylsu­end­anum var að þeir full­trúar sem stóðu þarna uppi ásamt for­manni FF myndu ekki gefa kost á sér, rétt eins og af kosn­ingu yrði.

Þingið sam­þykkti aldrei að atkvæða­greiðsla færi fram um  áskor­un­ina, eins og fram hefur komið hjá for­manni FF, enda hefði það verið ger­ræð­is­legt að taka lýð­ræðið úr höndum hins almenna félaga sem kaus sér for­mann KÍ.

Að mínu mati gerir fram­koma þess­ara ein­stak­linga þá væng­brotna eða nær van­hæfa í störfum fyrir félags­menn sína, en sitt sýn­ist hverjum um það. Þing­sköp, lög KÍ og lýð­ræði félags­ins var að engu höfð af for­ystu­sauð­un­um. Þetta upp­hlaup  sem varð á þingi KÍ hefur von­andi kennt félags­mönnum að lýð­ræðið er mik­il­vægt, við skulum minn­ast þess þegar kemur að kosn­ing­um.

Ég er auk þess veru­lega hugsi yfir að for­menn félaga innan KÍ skyldu ekki stoppa vald­níðsl­una sem felst í þessum gjörn­ingi. Af þing­inu fór ég reynsl­unni rík­ari, óhætt að segja það.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og þing­full­trúi FG.


mbl.is Formaður KÍ skammaði fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband