Í lagi að skipta út fólki

Verkalýðshreyfingin er eins og önnur samtök byggist upp á fólki sem hefur áhuga á málefnunum. Það ætti að vera regla en ekki undantekning að skipta út forystu verkalýðsfélags. Menn eru ótrúlega þaulsetnir í þessum embættum sem oftar en ekki eru vel launuð, með ýmis fríðindi s.s. bifreiðastyrk, síma, tölvur o.s.frv. Það er vonandi að öll félög innan ASÍ sjái þörf á breytingum. Ég undrast reyndar fyrirkomulag Eflingar til stjórnarkjörs, bjóða fram lista í stað þess að fólk gefi kost á sér og félagsmenn kjósa þá sem þeir vilja. Gylfi Arnbjörnsson veit ekki enn hvort hann hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi setu en undirtóninn í félögunum er að hann láti sig hverfa, komið nóg hjá honum.

Við sjáum sömu bylgju innan Félags grunnskólakennara þar sem núverandi formanni var hafnað bæði sem formanni KÍ og FG. Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara rær lífróður fyrir embætti sínu en henni var líka hafnið sem formanni KÍ.

Svo er að sjá að almenningur vilji sjá breytingar í verkalýðsfélögum, menn hafa augljóslega misst traust sitt. 


mbl.is Skjálfti í hreyfingunni en varað við skotgröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband