Ásmundur og hinir á spenanum...

Þingmenn mættir á spena ríkissjóðs og hafa sjálfir skammtað sér úr honum. 

Þórunn Egilsdóttir fær álagsgreiðslu sem varaforseti Alþingis 165.179 kr. og álagsgreiðslu sem formaður þingflokks 165.179 kr. Sem sagt álagsgreiðslur hennar nema sem svarar rúmlega lágmarkslaunum einstaklings sem vinnur á leikskóla eða dagmóður með 4 börn. Svo koma laun Þórunnar og aðrir bitlingar til viðbótar...þetta er bara álgasgreiðsla. Til hvers eru þingmenn ráðnir, velti því fyrir mér.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og fleiri fá húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu, 134.041 kr. og svo álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu 53.616 kr. Þetta er ekki í lagi, að fá 188.000 þús. kr. á mánuði í húsnæðiskostnað þó svo maður búi á landsbyggðinni. Viðkomandi þingmaður gæti keypt sér eign í Reykjavík og við borgum brúsann, ekki það Steingrímur J. gerði það. Hús í boði þjóðarinnar.

Líneik Anna fær greiðslu fyrir að vera 1. varaformaður. ,,Álagsgreiðsla sem 1. varaformaður nefndar 110.120 kr." Já þeir kunna að smyrja á launin sín þingmennirnir. Tímabært að endurskoða þetta frá upphafi til enda.

Oddný Harðardóttir ásamt öðrum formönnum þingflokka fá þetta greitt fyrir að vera formenn. ,,Álagsgreiðsla sem formaður þingflokks 165.179 kr."

Logi Einarsson, Sigmundur Davíð, Inga Sæland og aðrir stjórnarandstöðuformenn fá 550 þúsund krónur á mánuði, rúmlega mánaðarlaun kennara, fyrir að vera formaður stjórnmálaflokks, á okkar kostnað. Er það virkilega okkar að greiða formönnum stjórnmálaflokka laun, nærri 7 millur á ári á hvern og einn. Fy for satan.


mbl.is Keyrði bara 2.000 kílómetra í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel tekið á þessu hjá þér, Helga Dögg. Eru þetta ekki týpískar afætur á þjóðinnifrown

Svo hækkuðu þau greiðslur úr ríkissjóði í sína eigin stjórnmálaflokka við fyrsta tækifæri GRÍÐARLEGA, auðvitað EFTIR kosningarnar!! surprised

Af hverju á okkar skattfé að fara í að reka Valhöll og aðrar flokksskrifstofur og að borga svo aðal-frekjuliði flokkanna "álagsgreiðslur", kannski af því að þau valda naumast hlutverkinu?!! yell

Jón Valur Jensson, 10.3.2018 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband