Sálfræðing í hvern grunnskóla

Sveitarfélögunum er mikið í mun að spara peninga og skólakerfið er þar enginn undantekning. Menn hrósa sér af að sálfræðingur sé nú starfandi í nánast öllum framhaldsskólum, en hvað um grunnskólann? Þau börn sem fjallað er um í þessari skýrslu eru í grunnskóla, þar eiga mörg börn við ýmis geðræn vandamál að stríða sem ekki er tekið á. Grunnskólakennarar eru ekki menntaðir til að taka á þeirri andlegri vanlíðan sem börn kljást við og sinna þeir nú ýmsu. Hefðu sveitarfélögin metnað fyrir hönd barna tækju þau í taumana. Því fyrr sem tekið er á vandanum því betra um það þarf ekki að ræða. Hvet sveitarfélögin til að láta hendur standa fram úr ermum og ráða sálfræðing við hvern skóla.


mbl.is Mörg börn glíma við geðrænan vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband