20.4.2017 | 10:08
Vantar eitthvað í farastjórnina
Bændaferðir státa af góðum og mjög dýrum ferðum og því heldur maður að þar sé allt pottþétt. Skelfilegt að lesa um slíka upplifun. Ferðaskrifstofur virðast taka það ódýrasta sem býðst á erlendri grund til að tryggja góðan hagnað.
Sjálf fór ég í ferð með Bændaferðum til Ítalíu fyrir þremur árum. Ég gleymdi fatnaði á hótelherberginu og ég fékk hluta af honum til baka, hinu stal einhver. Viðbrögð Bændaferða ollu mér vonbrigðum og ekki var gengið af festu í málið.
Í þessum skrifuðu orðum sit ég og bíð eftir flugi til Gdansk. Nærri sólarhrings seinkun hefur orðið á ferðinni vegna veðurskilyrða á Akureyrarflugvelli. Ferðaskrifstofan er fljót að sverja af sér alla ábyrgð en flugumferð annarra flugfélaga hefur ekki raskast.
Rútubílstjóri sofnaði undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar þú segir að viðbrögð Bændaferða við því að þú gleymdir fatnaði á hótelherbergi (sem stal síðan hluta af) hafi valdið þér vonbrigðum, hvað áttu þá við? Gætirðu útskýrt það nánar? Vildirðu að þau endurgreiddu þér fyrir fötin sem þú gleymdir? Á fararstjóri að fara í herbergi hvers og eins og gæta þess að viðkomandi ferðalangur hafi ekki gleymt tannbursta sínum? Ekki er hægt að ætlast til að fararstjóri passi upp á ferðamenn eins og ungabörn, þó maður hafi reyndar oft séð slíkt gert og ekki vanþörf á, en þá er fararstjóri auðvitað að fara langt út fyrir þess sem hægt er að ætlast til.
Ekki verður séð hvernig það að þú hafir ekki haft rænu til að passa upp á að pakka fötum þínum sé í samhengi við það tilvik sem vísað er í í frétt.
Einnig, fyrir forvitni sakir, með hverjum ertu að ferðast frá Gdansk? Bændaferðum?
Jón Gústafsson (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 11:26
Sæll Jón.
Auðvitað er það sauðsháttur að gleyma fötunum sínum inni í skáp.
Málið var að við áttum að yfirgefa hótelið en fengum leyfi á meðan síðasta gönguferðin var farin að geyma dótið okkar í tveimur herbergjum. Fötin sem ég ætlaði í heim gleymdust á herðatré inni í skápnum, brjóthaldari, buxur, blússa, hlírabolur, buxur, sokkar, nærbuxur, klútur um hálsinn og gallajakki. Það sem hvarf var það sem virðist hafa passað þeim sem tók út úr skápnum. Hitt komst til skila, .s.s. brjósthaldarinn, nærbuxurnar, sokkar, klúturinn og gallajakkinn. Fannst það mjög einkennilegt og nokkuð ljóst að hluta fatanna var stolið. Um leið og við komum úr gönguferðinni uppgötvaði ég mistökin og ræddi við þá í mótttökunni. Ekkert hafði skilað sér sögðu þeir eftir herbergisþrifin sem síðar kom í ljós að passaði ekki, ég fékk eins og áður sagði hluta af fötunum. Það sem ég var óánægð með voru viðbrögð starfsmanna Bændaferða og að þeir hafi sem viðskiptaaðili ekki gengið harðar fram í málinu, það var eitthvað bogið við þetta.
Trans Atlantic heitir ferðaskrifstofan sem ég ferðast með til Gdansk.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 11:39
Takk fyrir skýringuna Helga Dögg. Ég get samt enn ekki lesið hvernig þér fannst þeir ekki ganga nógu hart fram. Hverju bjóstu í raun við, að þeir kærðu til lögreglu, eða væntirðu þess að þeir endurgreiddu þér fötin sem stolið var frá þér eftir að þú skildir þau eftir? Hvernig var eitthvað bogið við þetta, meinarðu að fararstjórinn hafi tekið þátt í þjófnaðinum eða verið með hylmingu yfir fataþjófnaðarglæp? Fyrirgefðu hvað ég er þykkur, ég virðist ekki alveg að ná þessu.
Jæja, það virðist þó allavega að Bændaferðir hafi brugðist vel við um leið og upplýsingar bárust þeim: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/04/20/hopurinn_faer_nyjan_bilstjora/
Jón Gústafsson (IP-tala skráð) 20.4.2017 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.