Skelfilegt- en mæður gera slíkt

Þegar rætt er um ofbeldi gagnvart börnum er feðrum yfirleitt bendlað við slíkt. Margir telja að móðir geti og geri ekki slíkt. Það liggur einhver helgislepja yfir mæðrahugtakinu. Þessi dómur sýnir að mæður beita börn sín ofbeldi, eins sorglegt og það hjómar. Það þekkir hver einasti maður til máls þar sem móðir hamlar umgengni barna sinni við föður og slíkt er ofbeldi, andlegt ofbeldi sem tekst illa að komast fyrir. Börn eiga rétt á samvistum við báða foreldra og þegar móðir ákveður einhliða að flytja í annan landshluta, þannig að faðir geti illa sinnt umgengni, er það ekkert annað er ofbeldi gagnvart börnum sínum. Hvað þá þegar mæður flytja til útlanda sem hindrar barnið í að hitta föður sinn. Brot á Barnasáttmálanum og ofbeldi á barni.

Það vantar röggsamt fólk á þing sem lætur sig málið varðar. Konur eru í engu skárri en karlarnir á þinginu þegar að þessum málum kemur. 


mbl.is Móðir beitti fimm börn sín ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Karlrembudómstólar og ómarktæk fordæmandi og réttargæslusvíkjandi barnaverndarnefnd yfirheyrir og dæmir? Án nokkurra réttahalda og sanngjarns dóms samkvæmt rannsóknum siðmenntaðra ríkja reglum?

Flestir vita að þetta barnaverndarkerfis-kjaftæði er allt marklaust helvíti á Íslandi.

Kerfisdjöfulstýrt barnaverndarkerfi, og ómennskt réttaríki hér á Íslandinu embættismanna-ruglandi/dópandi, bankarænandi, kerfissvíkjandi og lögmannaverjandi!

Þvílík þjóðarskömm sem viðgengst, hér á Páfaandskotans Hættaréttarsvikna Íslandi. Og það, árið 2016?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2016 kl. 00:57

2 identicon

Hjartanlega sammála að barnavernd má taka sig saman í andlitinu og hugsa meira um börn en mæður. Mæðrum er alltof oft gefinn of langur tími og margir möguleikar til að taka sig á. Börnin blæða. Í þessu tilfelli á ég ekki til orð að það skuli taka áratug þar til eitthvað róttækt gerist í málefnum barnanna.

Hef sjálf kynni af störfum barnaverndar og þar er móðirin sett í fyrsta sætið en börnin í annað. Þau hafa mátt þola sitt lítið af hverju og nú félagslega einangrun til þess eins að halda þeim frá föður þeirra. Barnavernd stendur ráðþrota og það úrelta kerfi að hafa barnavernd í hverju fjórðungi tefur málin og börnin blæða. Þarf að stokka upp kerfið, nýta tæknina og forgangsraða börnunum í fyrsta sæti.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband