23.9.2016 | 19:17
Fagnaðarefni- þó ég styðji ekki Framsókn
Þessu ber að fagna. Það skemmir fyrir þjóðinni að hafa menn eins og Sigmund Davíð í forsvari fyrir þjóðina. Hann neitar fram í rauðan dauðann að hafa gert eitthvað rangt og hjakkar í sama farinu með að aðför hafi verið gerð að honum. Hann svaraði því aldrei hvort honum þætti í lagi að forsætisráðherra ætti peninga í skattaskjóli. Vona að Framsóknarmenn hafi vit á að koma Sigurði Inga að.
Sigurður Ingi ætlar í formanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Átti hann peninga í skattaskjóli? Ég hélt að málið snerist um að hann væri vanhæfur í málefnum slitabúanna vegna þess að fyrirtæki eiginkonu hans átti hagsmuni tengda þeim öllum.
Reyndar eru kröfur í þrotabú sem eru að verulegu leyti tapaðar, alls ekki skattskyldar að íslenskum lögum, heldur getur tapið af þeim þvert á móti komið til lækkunar skattstofns.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2016 kl. 23:20
Hann svaraði því allavega ekki hvort honum finnst í lagi að forsætisráðherra eigi peninga í skattskjóli.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.