11.9.2016 | 18:04
Trúi ekki að konur vilji það
Þrátt fyrir slæmt gengi trúi ég ekki að konur vilji láta breyta röðun prófkjöra til þess eins að uppfylla kynjakvóta. Slíkar leikreglur á að setja í upphafi kosninganna. Konur í Sjálfstæðisflokknum þurfa á greiningu að halda, hvað velur að þær ná ekki því brautargengi sem þarf til. Góða vegferð Sjálfstæðiskonur.
Vill að niðurstöðunum verði breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti halda að það ætti að kjósa konur bara af því að þær eru konur.... Ef við tökum úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, held ég að konur ættu kannski að lýta í eigin barm. Ragnhildur Elín hefur setið undir ámæli fyrir að hafa verið hálf verklaus þetta kjörtímabil og málflutningur Unnar Bráar er ekki alveg það sem hinum almenna Sjálfstæðismanni hugnast og ekki er hægt að segja að hún hafi verið nein hamhleypa til verka. Í Suðvesturkjördæmi hefur Elín Hirst verið mjög svipuð og Unnur Brá og ekki er hægt að segja að mikið hafi kveðið að henni eða hennar málflutningi. Eru kjósendur ekki að senda skilaboð með þessum úrslitum? Nú kalla konur eftir aðgerðum vegna þessa. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða og lýðræðið hefur talað, það væri aðför að lýðræðinu að ætla sér að fara að "krukka" eitthvað í úrslitin eftir á.............
Jóhann Elíasson, 11.9.2016 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.