5.9.2016 | 19:15
Svona fór um sjóferð þá
Kennarar felldu samninginn. Af hverju hugsa margir. Það eru ábyggilega margar og ólíkar ástæður fyrir því. Vinnumatsframkvæmdin, sem samþykkt var í síðasta kjarasamningi, situr enn í mönnum. Launaflokkur vegna sölu við 20 ára starfsreynslu kom illa við marga. Þegar talað er um sölu er það sala á kennsluafslætti ekki vinnuframlagi, allir vinna 1800 stundir á ári. Menntunarflokkar eru illa greiddir. Nýliðar hafa verið skildir eftir í kjarasamningi í nokkur ár. Menn héldu að þegar grunnskólakennaranámið var lengt þá fylgdi því launahækkun í samræmi við það. Svo hefur ekki verið og nú er orðið ansi langt síðan meistaragráðu var krafist. Sérgreinakennarar, sér í lagi list- og verkgreinakennarar, hafa viljað jöfn laun á við umsjónarkennara en þeir eru tveimur launaflokkum lægri og benda á að hægt sé að umbuna umsjónarkennslu með lægri kennsluskyldu. Margir kennarar vilja sjá fleiri með umsjón þannig að umsjónarhópar minnki.
Þetta er svona það sem ég man í bili. Nú er að bretta upp ermar og halda vinnunni áfram.
Snúin og þung staða hjá kennurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.