Menntastéttin sjálf illa metin

Það sem vantar sárlega í nýjan kjarasamning kennara og sveitarfélaga er ávinningur vegna aukinnar menntunar og starfsþróunar. Nú er krafan fimm ára nám þar af tvö ár í meistaranámi. Fyrir það fær kennari tvo launaflokka. Að því loknu hefur kennari möguleika á að hækka um einn launaflokk. Hér þarf að gjörbylta kerfinu og kennarar eiga að fá meira fyrir sinn snúð þegar þeir bæta við sig menntun. Mér þætti ekki óeðlilegt að fyrir hverjar 60 háskólaeiningar komi launaflokkur, hvetjandi kerfi. Kennarar hvetja nemendur sína til náms, þeir eru undirstaða menntunar hvers einstaklings en þegar kemur að þeim sjálfum er uppskeran rýr.

Það er löngu tímabært að stytting vinnuvikunnar verði að veruleika og sveitarfélögin gætu byrjað á grunnskólakennurum og lækkað vinnuskyldu þeirra í 39 stundir á viku. Eins og margir vita er vinnuskylda kennara tæpar 43 stundir á viku yfir skólaárið til að mæta lengra sumar- páska og jólafríi. Auk þess eiga kennarar að sinna símenntun, starfsþróun í allt að 150 klst. á ári, allt eftir aldri. Það gera þeir utan hefðbundins vinnutíma og á sumrin.


mbl.is Kennarar treysti ekki sveitarfélögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband