12.2.2016 | 20:12
Ef þetta væri nú eini vandinn
Dagur þarf að útskýra af hverju hann hljóp á sig. Ég velti fyrir mér hvort hann hafi haldið fundi með stjórnendum og kennurum skóla sem þurfa að skera niður þjónustu við grunnskólabörn. Merkilegt hvað ráðamenn hafa lítinn áhuga þeim málum sem skiptir raunverulega máli, því þetta upphlaup skiptir engu máli þegar á heildina er litið. Matvandur krakki sem vildi kaupa hádegismat þegar það var eitthvað sem honum þótti gott.
Dagur: Leiðinlegur árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega allt of upptekinn að plana eyðileggingu Grenásvegar.. betur væri að þeim 170 ÁÆTLUÐUM ( verða sennilegat 300 milljónir)
yrði varið í að laga götur Reykjavíkur, nú eða að nýta í snjómokstur.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 22:50
Já borgin er rekin með halla... sam endurspeglar hverja vinstri stjórn virðist vera... En þetta virðist vera stóra málið... að börn geti ekki fengið máltíð á meðan hægt sé að þrengja Grensás fyrir hjólafólk svo það geti hjólað öruggt... teppum endilega fyrir sjúkrabílum á leið sinni á landsspítalann úr þessum sem og öðrum hverfum ef eitthvað kemur upp. Slökkviliðinu er ekki skemmt heldur....
Reisum hjólabraut gegnum nauðsybjarbraut því Degi B. dettur það í hug "Mikli peningurinn"! Meinum pizzusneið að 11 ára stúlku því það er sparnaðarleið samfylkingarinnar Litli peningurinn"! Hvar er millivegurinn hjá samfylkingunni?
Borgaðsjóður er í halla DAGUR... opnaðu augun og áttaðu þig á hverju þú ert að drulla yfir borgina! Kallast skuldir! Sama og við þjóðin erum að reyna að drulla okkur úr... og þú hamast við að koma okkur í! Good job!
ViceRoy, 13.2.2016 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.