Gátu farþegar ekki brugðist við...

Ég er hissa á að enginn af farþegunum hafi brugðist við og tekið barnið undir sinn verndarvæg. Maður hefur nú gert slíkt þegar svona stendur á. Synd að börnin hafi ekki komist til landsins. En það er ástæða fyrir að ég kaupi aldrei miða hjá WOW mér þykir þjónusta þeirra ekki góð og farmiðar þeirra ekkert ódýrari þegar upp er staðið en hjá öðrum flugfélögum. Og forkastanlegt að skilja þrjú börn eftir á Kastrup án þess að gera ráðstafanir. Skömmin er þeirra.


mbl.is Þrjú börn urðu eftir á Kastrup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver farþegi getur ekki gerst forráðamadur barns við innritun til þess þarf skriflegt umboð forrádamanns sem á og hefur skyldur til ad vera med barninnu i gegnum innritun enda þarf ad sýna skilriki forrádamanns til ferdast. Flugfelagid þarf ad verra vist i sinni sök ad barnið hafi leyfi forádamanns til ad ferdast, foreldrar klikkudu þarna ekki flugfelagid

Jon (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 08:03

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Auðvitað á einhver að vera með börnunum þangað til þau hafa verið innrituð og farin af stað um borð. Hins vegar var það ábyrgðarleysi af hálfu starfsfólks að láta þau svo standa ein eftir án þess að tryggja öryggi þeirra á meðan þau biðu lausnar á málunum. Það kemur hvergi fram ástæða fyrir því að leyfa ekki föðurnum að kaupa fylgd fyrir börnin, þó að á síðustu stundu væri, en hefði það nokkuð átt að vera vandamál? Undarlegt þykir mér líka að ekki var hægt að ná sambandi við neyðarnúmer. Hversu fáar línur eru til staðar í því símakerfi?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.2.2016 kl. 10:09

3 identicon

til ad hægr se ad koma börnum fylgd þarf forrádamadur ad vera til stadar, svo var ekki svo þess vegna var þad ekki hægt fyrir utan ad þad þarf ad panta fylgd med fyrirvara svo hægt sé ad sjá til þess ad starfsmadur se tiltækur. Audvitad átti starfsmadur ad koma börnunum i umsjá lögreglu þar til umráda menn kæmu og þá hefdi likast til barnaverndaryfirvöld verið köllud til

Jon (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 10:45

4 identicon

Rètt einsog međ fóđur hústegunda í blandađri ræktun. Menn furđa sig enn hví botn fisk eyđileggingunni fyrir ađ fiska þremur nòttum úti.

Eyrún (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband