17.12.2014 | 15:45
Gjörsamlega óviðunandi
Að sjálfsögðu á að rukka fyrir svona aðgerð þegar búið er að lýsa veginn ófæran. Að nota það sem afsökun að vita ekki að vegurinn sé lokaður segir til um hve miklar upplýsingar ferðalangarnir hafa aflað sér. Eitt símtal í Vegagerðina, kíkja á netið eða fylgjast með fréttum. Auðveldara gerist það ekki.
Eins mikilvægt og starf björgunarsveitanna er þá er þeim sigað út í aðstæður sem þeir myndu ekki öllu jöfnu setja sig. Björgunarsveitarmenn telja öruggt, þegar búið er að loka vegi, að þeir þurfi ekki að hafa afskipti af fólki þar. Er ekki tímabært að fólk virði það eða kaupi sér þjónustuna ef það vill ferðast á ófærum vegum.
Segjast ekki hafa séð lokunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Landsbjörg ákveður að byrja rukka fyrir svona atvik, þá er ekkert mál fyrir viðkomandi að neita að borga. Nú, þá hefur Landsbjörg tvo kosti, að fella niður skuldina, eða knýja fram rétt sinn fyrir dómi. Og tapar að sjálfsögðu málinu, því það var ekkert viðskiptasamband á milli aðila og því óleyfilegt að gera manni reikning.
Nema auðvitað að alþingi samþykki LÖG þess efnis að Landsbj. verði heimilt að rukka fyrir veitta þjónustu. Og á grundvelli þeirra laga þarf að sækja mál fyrir dómstólum. Og ekki séns að Landsbjörg myndi nenna því - enda er alltaf sönnunarbyrði á höndum stefnanda og svona málastúss myndi taka slatta tíma frá Landsbj sem þeir nenna aldrei að standa í - jafnvel þótt þeir ynnu málin.
Þannig að: Við getum haldið áfram að festa okkur og gera allskonar gloríur og láta björgunarsveitir bjarga, því krafa um björgunarlaun eru mannsaldur í burtu frá okkur.
Jón (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 16:08
Það er líka til í stöðunni að taka fólk og skilja bifreiðar eftir. Þeir sem eiga bílana sjá svo um að sækja þá síðar á eigin kostnað. Vissulega snúið að rukka sammála því. Björgunarsveitarmenn hafa neitunarvald, sér í lagi þar sem vegi var lokða, sem ég veit að þeir myndu aldrei nýta. En skilja bílana eftir, lágmark þegar svona aðstæður koma upp.
Kveðja, Helga Dögg
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 16:15
Bkörgunarsveitirnar eru reknar á gjafafé og sölu flugelda frá almenningi í landinu. Þær eiga heiður skilið fyrir framlag sitt til björgunarmála. Hins vegar finnst mér og ég heyri sífelt fleiri tala um að það sé kominn tími til að þeir sem Björgunarsveitirnar eru að sækja upp á heiðar sé gert að greiða fyrir þjónustuna. Að halda því fram að þeir hafi ekki séð aðvörunarskiltin finst mér út í hött. Þetta fólk á að sjá sóma sinn í að bjóða greiðslu.
Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 16:15
Orðspor bjorgunarsveitar hryndi ef þær beittu neitunarvaldi, það er bara svo einfalt. Sama hvað bílstjórar geta verið miklir vitleysingar, þá er alltaf til í stöðunni að í bílnum sé einhver veikur, gamall, óléttur eða nýfæddur....og ef einhver úr svona hópum geispaði golunni, þá mætti viðkomandi björgunarsveit pakka saman og loka sjoppunni.
Auk þess sem björgunarsveitamönnum finnst almennt eftirsóknarvert að bjarga og því fleiri bjarganir sem sveit hefur á sinni ferlisskrá, þeim mun betur líður þeim. Sama hvað þeir eru að bjarga miklum kjánum, það skiptir minnstu.
jón (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 16:28
..en að bjóða greiðslu, það er til fyrirmyndar, Fillippus
Jón (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.