Vel gert og til hamingju

Það þarf þrautseigju og áræðni að fara alla leið eins og blaðamaðurinn gerði. Það vekur hins vegar ugg að í hverju málinu á fætur öðru tapa íslenskir dómstólar/dómarar. Velti fyrir mér hve vel dómarastéttin sé að sér í ákveðnum málaflokkum. Eða er það hið smáa land sem orsakar þetta. Nú síðast var það dómur í Landsbankamálinu sem setti mann hljóðan! 
mbl.is Erla Hlynsdóttir vann málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver sagði að það væri samansafn af hálfvitum í Hæstarétti Íslands og svo er liðið siðlaut ofaní heimskuna.

Þetta lið hefur ALDREI unnið mál fyrir Mannréttindadómstólnum, sem sýnir á hvaða plani þetta er.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 10:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdimar bíddu bara því það er fjöldi mála til skoðunar hjá Alþjóðaglæpadómstólnum vegna þess hvernig stjórnvöld og dómskerfið hafa vegið að mannréttindum fólks í kjölfar bankahrunsins, látið hirða af því heimilin, aðrar eigur, og æruna.

Skerðing á tjáningarfrelsi er vissulega alvarlegt mál, en öllu alvarlegra er að gera barnafjölskyldur heimilislausar í massavís.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2014 kl. 15:21

3 identicon

Já það yrði enn ein hneisa dómstólanna ef Evrópudómstóll dæmi einstaklingum í hag. Verst er hve lengi fólk þarf að bíða eftir dómi. Við vonum það besta fyrir fólkið í landinu, úr því flestir þeir sem fengu laun vegna gífurlegrar ábyrgðar sleppa samkvæmt ísl. dómstólum.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband